mobile navigation trigger mobile search trigger
13.09.2018

Breiðdalssetur hlýtur menningarverðlaun SSA

Á aðalfundi SSA á Hallormsstað um helgina voru menningarverðlaun SSA að venju veitt. Í ár komu verðlaunin í hlut Breiðdalsseturs á Breiðdalsvík.

Breiðdalssetur hlýtur menningarverðlaun SSA

Breiðdalssetur er 8 ára gömul stofunun, stofnuð árið 2010. Það er staðsett í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík og er stofnunin byggð á þremur megin stoðum; Jarðfræði, málvísindum og sögu.

Aðaláherslan í starfsemi Breiðdalsseturs er á jarðfræði en en þar er byggt á verkum breska jarðfræðingsins Dr. George P.L. Walker sem starfaði um árabil á austfjörðum. Málvísindaliður Breiðdalsseturs er byggður á verkum Dr. Stefáns Einarssonar málvísindamanns frá Höskuldsstöðum í Breiðdal, sem var lengst af prófessor við John Hopkins háskólann í Baltimore, í Bandaríkjunum. Samfélagið í Breiðdal er svo þriðja grunnstoðin, þróun þess og uppbygging byggðarlagsins 

Í Breiðdalssetri eru reglulega haldnar sýningar, málþing og ýmsir menningarviðburðir. Starfsemi Breiðdalsseturs hefur vaxið og dafnað frá stofnun þess árið 2010 og framundan er enn meiri uppbygging.

Við óskum Breiðdalssetri til hamingju með verðlaunin!

Frétta og viðburðayfirlit