mobile navigation trigger mobile search trigger

Dagar myrkurs 2017

01.11.2017 - 05.11.2017

Dagana 1. - 5. nóvember verða dagar myrkurs haldnir á Austurlandi. 

Dagar myrkurs 2017

Menningarveislan austfirska „Dagar myrkurs“ hefst 1. nóvember og stendur til 5. nóvember. Tónlist og matur verða í öndvegi og ýmis önnur myrkraverk. Dagskráin birtist jafn óðum hér.

Dagar myrkurs í Fjarðabyggð:

Kór Fáskrúðsfjarðarkirkju ásamt gestum verður með fjáröflunartónleika á Dögum myrkurs Fimmtudaginn  2. nóvember, kl. 19.30-22:00 í Skólamiðstöð Fáskrúðsfjarðar. Aðgangseyrir 2000 krónur  og  allur ágóði rennur óskiptur til uppbyggingar á fjölskyldugarði á Fáskrúðsfirði. Sungin verða létt og skemmtileg kórlög. 

dag.

Hosurnar, styrktarfélag Umdæmissjúkrahúss Austurlands / FSN, verða með sinn árlega markað á Dögum myrkurs í Safnahúsinu í Neskaupstað. Eins og venjulega verður mikið úrval af handverki og bakkelsi til sölu og allur ágóði fer til tækjakaupa sjúkrahúsinu.

Markaðurinn er opinn sem hér segir:

Fimmtudaginn 2. nóvember frá 17-21

Föstudaginn 3. nóvember frá kl 16-19

Laugardaginn 4. nóvember frá kl 13-16

Kaffihúsið Nesbær í Neskaupsta verður með handverks og  myndlystasýningu - flosmyndir og málverk til sýnis. Fimmtudaginn 2. Nóvember verður svo Prjónakaffi í Nesbæ -  Hrönn Grímsdóttir verður með fyrir lestur um jóga og leiðbeinir um hugleiðslu og jógaæfingar frá kl.20:15-21:00. 20% afsláttur af öllu garni þennan   

Í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði verður Jazz sveifla að hætti gömlu meistarana fimmutdaginn 2. Nóvember kl. 20:00 þar sem gullaldarlög Jazzsögunnar verða í forgrunni. Aðgangseyrir 2000 kr. Stefanía Svavarsdóttir - söngur, ein flottasta jazz-söngkona landsins. Birgir Bragason - bassi, Birgir Þórisson - Píanó, Erik Qvick - trommur, Haukur Gröndal - saxafónn. Allir afburða hjóðfæraleikarar á sínu sviði.

Kjörbúðin Fáskrúðsfirði verður með ýmis tilboð í tilefni daga myrkurs.

Frétta og viðburðayfirlit