mobile navigation trigger mobile search trigger
05.07.2017

Ert þú næsti skákmeistari?

Áður hafði verið auglýst að skáknámskeið 12. og 13. júlí félli niður en það verður haldið. Áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Ert þú næsti skákmeistari?

Fyrirhugað er að halda skáknámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 6 – 15 ára í Nesskóla í Neskaupstað. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10 og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst. 

Námskeiðið fer fram dagana 12. og 13. júlí, kl. 13-17 báða dagana. Þátttökugjald er 5000 kr.

Kennari á námskeiðinu er landsliðsþjálfari Ástralíu í skák, Birkir Karl Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari og fyrrverandi heimsmeistari ungmenna i skák. Birkir Karl er með skákkennararéttindi frá Alþjóðlega skáksambandinu FIDE. Í vetur hefur hann verið búsettur í Sydney þar sem hann starfar sem landsliðsþjálfari Ástrala sem og yfirþjálfari Sydney Chess Academy. Námskeiðið er fyrir alla áhugasama krakka en gott er að kunna mannganginn í skák.

Skráning fer fram með því að senda nafn þátttakanda á netfangið birkirkarl@gmail.com.

Frétta og viðburðayfirlit