mobile navigation trigger mobile search trigger
03.04.2017

Frábær árangur í Íslandsglímunni

Glímufólk úr Fjarðabyggð náði frábærum árangri í 107. Íslandsglímunni um helgina.

Frábær árangur í Íslandsglímunni

Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2016, Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, sigraði í keppninni um Grettisbeltið. Var þetta annað árið í röð sem Ásmundur hreppti þessi eftirsóttu verðlaun. Hann sigraði í öllum glímum sínum og hlaut því sæmdarheitið glímukóngur Íslands. 

Hjörtur Elí Steindórsson lenti í 5. sæti í keppninni.

Í kvennaflokki er keppt um Freyjumenið. Eva Dögg Jóhannsdóttir, sem hlaut menið fyrir tveimur árum, lenti í 3. sæti eftir harða keppni. Bylgja Rún Ólafsdóttir lenti í 4.-5. sæti, Fanney Ösp Guðjónsdóttir í 6., Marta Lovísa Kjartansdóttir í 7. og Nikólína Bóel Ólafsdóttir í 8.

Svo sannarlega frábær árangur hjá glímufólkinu!

Á annarri myndinni með fréttinni má sjá Ásmund og Marínu Laufeyju Davíðsdóttur sem hlaut Freyjumenið.

Fleiri myndir:
Frábær árangur í Íslandsglímunni

Frétta og viðburðayfirlit