mobile navigation trigger mobile search trigger
30.06.2017

Framkvæmdir á Skólavegi

Framkvæmdir við endurbætur á Skólavegi á Fáskrúðsfirði eru í fullum gangi.

Framkvæmdir á Skólavegi
Hluti götunnar verður tekinn í einu sem auðveldar íbúum umferð um hana.

Nú er unnið að jarðvegsskiptum á 300 m löngum kafla frá Skólavegi 87 að kirkjunni. Mikið er af alls kyns lögnum í götunni og eins og oft er þegar um gamlar götur er að ræða er lítið af gögnum til um legu þeirra. Verktakinn þarf því að beita mikilli lagni við að komast hjá þeim við gröftinn eins og sjá má á myndunum.

Það efni sem tekið er úr götunni verður nýtt í umhverfisverkefni. Því er keyrt í brekkuna sem er rétt fyrir neðan hjúkrunarheimilið Uppsali, þar sem það verður sléttað niður og síðan verða þökur lagðar yfir. Ásýnd brekkunnar verður því mun betri en áður. Svæðið sem um ræðir má sjá á mynd hér að neðan.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki um mánaðarmótin júlí-ágúst.

Fleiri myndir:
Framkvæmdir á Skólavegi
Séð eftir Skólavegi frá kirkju.
Framkvæmdir á Skólavegi
Fjöldi af lögnum liggja um Skólaveg og lítið um gögn sem sýna legu þeirra.
Framkvæmdir á Skólavegi
Séð eftir Skólavegi.
Framkvæmdir á Skólavegi
Efnið sem til fellur er sett í brekkuna sem verður síðan sléttuð niður og þökulögð.

Frétta og viðburðayfirlit