mobile navigation trigger mobile search trigger
04.05.2017

Göngum saman úr myrkrinu í ljósið

Aðfaranótt laugardagsins 6. maí kl 04:00 verður ganga í Neskaupstað til þess að vekja athygli á sjálfsvígum, sjálfsskaða og sjálfsvígsforvörnum.

Göngum saman úr myrkrinu í ljósið

Hist verður við minningarreitinn inn við Urðarteig og gengið saman inn í sólarupprásina, úr myrkrinu í ljósið. Gangan er undir merkjum sjálfsvígsforvarnarsamtakanna Pieta Ísland. Með þátttöku í göngunni gefst tækifæri til að heiðra minningu þeirra sem látist hafa af völdum sjálfsvíga og vekja athygli á alvarleika þessa málefnis. Tilefnið er einnig fjáröflun fyrir stofnun PIETA húss á Íslandi sem verður starfrækt að írskri fyrirmynd til að mæta brýnni þörf fyrir úrræði handa fólki í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaða.

Gangan er 5 kílómetrar og mun leiðin liggja um göngustíga ofan við bæinn út að Páskahelli. Þeir sem eiga eitthvað gult til að klæðast eru hvattir til að gera það.

Allir eru hvattir til þess að taka þátt og styðja við þetta góða málefni!

Frekar upplýsingar má finna hér

Frétta og viðburðayfirlit