mobile navigation trigger mobile search trigger
01.04.2017

Í leikskólanum - Lyngholt

Í leikskólum sveitarfélagsins fer fram metnaðarfullt starf fyrir börn frá eins árs aldri þar sem stuðst er við aðferðir hugmyndafræðinnar Uppeldi til ábyrgðar.

Í leikskólanum - Lyngholt
Börnin fylgjast vel með.

Meginatriði hennar er að kenna börnum sjálfsaga, sjálfsstjórn og ýta undir sjálftraust.

Á fimm deilda leikskólanum Lyngholti endurspeglast þetta meðal annars í einkunnarorðum skólans sem eru “Allir geta eitthvað, enginn getur allt”. Leiðarljós í starfinu er að hver og einn fái notið sinna styrkleika því þannig sé sterk sjálfsmynd barnanna byggð upp.

Í leikskólanum hafa börnin sameiginlega mynd um góð samskipti sem styrkir þau. Byggt er á fáum skýrum reglum sem allir geta sameinast um og er unnið með þær bæði heima og í leikskólanum. Rætt er við börnin um reglurnar og viðurlög þegar þær eru brotnar. Áhersla er á samskipti sem ýta undir frelsi en gefa jafnframt skýr mörk.

Sem dæmi má nefna að í starfi elstu barnanna á leikskólanum er unnið með PALS, sem þýðir pör að læra saman. Þar kenna börnin hvort öðru tölur, stafi og hljóð. Þau vinna einnig að ýmsum hlutum sem ýta undir ýmyndunarafl og sköpun, s.s. sögugerð og nýlega voru börnin með skuggaleikhús.

Á myndunum sem fylgja má sjá börnin í leik og starfi.

Frekari upplýsingar um starfið í leikskólanum má finna hér.

Fleiri myndir:
Í leikskólanum - Lyngholt
Börnin í útinámi.
Í leikskólanum - Lyngholt
Gaman saman.
Í leikskólanum - Lyngholt
Útistund.
Í leikskólanum - Lyngholt
Gaman að leika.
Í leikskólanum - Lyngholt
Allir hjálpast að.
Í leikskólanum - Lyngholt
Allir hjálpast að.
Í leikskólanum - Lyngholt
Leika saman.
Í leikskólanum - Lyngholt
Gleði og gaman.
Í leikskólanum - Lyngholt
Hlustað á sögu.

Frétta og viðburðayfirlit