mobile navigation trigger mobile search trigger
23.03.2017

Kynning vegna tillögu að deiliskipulagi Söxu

Tillaga að deiliskipulagi Söxu verður til sýnis að Bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði og í þjónustugátt í Bókasafni Stöðvarfjarðar frá 23. mars 2017 til 6. apríl 2017 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er aðgengileg hér.

Skipulagssvæðið er við sjávarhverinn Söxu skammt utan við Lönd við mynni Stöðvarfjarðar. Markmið deiliskipulags er að gera áningarstað við Söxu og bæta þar aðgengi og öryggi.

Í kjölfar kynningartíma verður tillagan lögð fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn til samþykktar fyrir formlega auglýsingu hennar.

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit