mobile navigation trigger mobile search trigger
11.09.2023

Leikskólakennarar við Kærabæ

Leikskólinn Kæribær auglýsir eftir leikskólakennurum / starfsmönnum til starfa.

Leikskólinn er tveggja deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri. Í Kærabæ dvelja á bilinu 35-42 börn. Unnið er eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og hugmyndafræði Reggo Emilia og John Dewey

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:

  • Íslenskukunnátta
  • Leikskólakennaramenntun áskilin eða önnur reynsla með vinnu með börnum
  • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Hæfni og áhugi á að vinna í hóp
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Ábyrgð og stundvísi

Verkefni:

  • Vinnur undir stjórn deildarstjóra að uppeldi og menntun barnanna. Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við Aðalnámskrá leikskóla 2011.
  • Sinnir þörfum hvers og eins svo þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Situr starfsmannafundi, deildarfundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varða starfsemi leikskólans.
  • Samstarf við foreldra/forráðamenn barna á leikskólanum.

Starfslýsing - Leikskólakennari

Öll kyn eru hvött til að sækja um, umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð.

Greitt er 50.000 kr. álag fyrir setu með börnum í hádegismat og unnið er eftir kjörum um styttingu vinnuvikunnar.

Viðkomandi verður að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt samningi KÍ og Afl. Umsóknarfrestur er til og með 25. sept. 2023

Ef ekki fást einstaklingar með viðkomandi menntun, kemur til greina að ráða starfsfólk með aðra menntun og reynslu.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar - starf.fjardabyggd.is

Nánari upplýsingar gefur Ásta Eggertsdóttir, leikskólastýra í síma 4759055 eða á astae@skolar.fjardabyggd.is  eða Guðnýju Elísdóttur, aðstoðarleikskólastjóri í síma 4759055 eða á gudny@skolar.fjardabyggd.is 

Sótt er um starfið inná ráðningarvef Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit