mobile navigation trigger mobile search trigger
04.04.2017

Stjórnunarstöður í Leikskólanum Dalborg

Stöður aðstoðarskólastjóra og sérkennslustjóra við leikskólann Dalborg á Eskifirði

Dalborg er 4 deilda leikskóli á Eskifirði og nemendur eru rúmlega 70. Skólinn er staðsettur í eins kílómetra fjarlægð frá grunnskóla staðarins en þar er elsta deild skólans starfrækt, sem og tónlistarskóli og bókasafn. Í skólanum ríkir góður starfsandi og gott samstarf er á milli stofnana.

Menntun og hæfniskröfur aðstoðarskólastjóra:

  • Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla 
  • Viðbótarmenntun og stjórnunarreynsla er æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði

Menntun og hæfniskröfur sérkennslustjóra:

  • Umsækjandi skal hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla eða aðra sambærilega menntun
  • Reynsla af sérkennslu og viðbótarmenntun er æskileg 
  • Færni í mannlegum samskiptum, metnaður og frumkvæði

Leikskólinn nýtir uppeldisaðferðirnar Uppeldi til ábyrgðar og ART og starfar í anda fjölgreindarkenningar Howards Gardners. Frekari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans; www.leikskolinn.is/dalborg/. Nánari upplýsingar veitir Lísa Lotta Björnsdóttir, skólastjóri, s: 474 1257 eða á netfangið lisalotta@skolar.fjardabyggd.is 

Umsóknir og umsóknarfrestur

Staða aðstoðarskólastjóra og sérkennslustjóra við leikskólann Dalborg er laus frá 1. júní 2017. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ. Umsóknarfrestur er til 1. maí. Umsóknir berast rafrænt á fjardabyggd@fjardabyggd.is eða í merktu umslagi á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði.

Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.

 

Frétta og viðburðayfirlit