mobile navigation trigger mobile search trigger
27.06.2017

Lúpínuátak í Fjarðabyggð

Viltu láta til þín taka og jafnvel fóstra svæði í þínu nærumhverfi? Næstkomandi fimmtudag, þann 29. júní, hefjum við lúpínuátakið með slætti.

Lúpínuátak í Fjarðabyggð

Átakið gengur út á að slá jurtina í háblóma, þegar rót hennar er næringarlítil er jurtin viðkvæm fyrir slætti og líkur á endurvexti minnka um 70%. Tímabilið frá lok júnímánaðar fram í byrjun ágústmánaðar er því tilvalið til verksins. Allir sem vilja og geta eru hvattir til þátttöku í þessu átaki.

Á þessu tímabili er hægt að fá lánuð tæki hjá áhaldahúsum utan opnunartíma, frá kl. 18:00 til kl. 08:00 morguninn eftir. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þetta tækifæri eru beðnir um að hafa samband við umhverfisstjóra Fjarðabyggðar, Önnu Berg Samúelsdóttur, í síma 470 9065 eða á netfanginu anna.berg@fjardabyggd.is. Tekið er við tækjapöntunum og ráðgjöf veitt á öllu tímabilinu.

Sé vilji hverfissamtaka eða einstaklinga til þess að fóstra ákveðin svæði er gott að gera slíkt í samráði við umhverfisstjóra. Íbúar Fjarðabyggðar, takið höndum saman í átaki gegn útbreiðslu lúpínu!

Með kærri kveðju

Anna Berg Samúelsdóttir

Umhverfisstjóri

Frétta og viðburðayfirlit