mobile navigation trigger mobile search trigger
23.03.2017

Mikil gróska í körfubolta í Fjarðabyggð

Á dögunum heimsótti formaður Körfuknattleikssambands Íslands, Hannes S. Jónsson, stjórn Körfuknattleiksfélags Fjarðabyggðar.

Mikil gróska í körfubolta í Fjarðabyggð

Fundurinn fór fram á bæjarskrifstofum Fjarðabyggðar. Heimsókn Formanns KKÍ til Körfuknattleiksfélagsins er mikil viðurkenning fyrir því starfi sem unnið er hjá félaginu. Formaðurinn sagði m.a. að það væri gríðarlega ánægja innan Körfuknattleikssambandsins með stofnun Körfuknattleiksfélags Fjarðabyggðar og stefnan er að A-landsliðsmenn heimsæki félagið og krakkana í sumar.

Mikil gróska er í körfuboltanum í Fjarðabyggð en 20 krakkar eru að fara á Akureyri um næstu helgi að keppa á Kjarnafæðismóti Þórs í körfubolta. Auk þess heldur félagið úti meistaraflokki karla sem keppir í Bólholtsbikarnum, en félagið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina í vetur. Stefna félagsins er að auka vinsældir körfuboltans í Fjarðabyggð og bjóða upp á körfuboltaæfingar í fleiri byggðarlögum á næstu árum.

Fleiri myndir:
Mikil gróska í körfubolta í Fjarðabyggð
Frá vinstri: Stefán Borgþórsson mótastjóri KKÍ, Hannes S. Jónsson formaður KKÍ, Ragnar Sigurðsson formaður KKF og Bjarki Ármann Oddsson gjaldkeri KKF

Frétta og viðburðayfirlit