mobile navigation trigger mobile search trigger
12.01.2018

Sameiginlegur fundur bæjarstjórnar og ungmennaráðs

Að loknum bæjarstjórnarfundi í gær var haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og ungmennaráðs Fjarðabyggðar. Þar lagði ungmennaráð fram nokkur mál sem rædd hafa varið í ráðinu undanfarið.

Sameiginlegur fundur bæjarstjórnar og ungmennaráðs

Ungmennaráð Fjarðabyggðar er skipað fulltrúum úr 8. til 10. bekk allra grunnskóla í Fjarðabyggð, tveimur fulltrúum Verkmenntaskóla Austurlands og tveimur sameiginlegum fulltrúum íþróttafélaga, ungmennafélaga og unglingadeilda björgunarsveita. Félögin sem hér um ræðir eru Austri, Ársól, Gerpir, Leiknir, Súlan, Valur og Þróttur. Jafn margir fulltrúar skulu skipaðir til vara.

Á fundinum í gær lögðu fulltrúar ungmennaráðs fram nokkur mál m.a. um endurbætur á gervigrasvellinum í Neskaupstað, skólamötuneytin, forvarnir og fræðslu til ungmenna og fullorðina og um mikilvægi ungmennaráðs. Var öllum málunum vísað til viðeigandi nefnda sveitarfélagsins til frekari umfjöllunar.

Hægt er að sjá upptöku af fundi bæjarstjórnar og ungmennaráðs hér.

Frétta og viðburðayfirlit