mobile navigation trigger mobile search trigger
26.01.2018

Samningur milli Fjarðabyggðar og Eistnaflugs undirritaður

Í dag var undirritaður samningur milli Fjarðabyggðar og tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs um áframhaldandi samstarf vegna hátíðarinar.

Samningur milli Fjarðabyggðar og Eistnaflugs undirritaður
Frá undirritun samningsins í dag. F.v. Karl Óttar Pétursson, Páll Björgvin Guðmundsson og Guðmundur R. Gíslason

Eistnaflug er fjögura daga tónlistarhátíð, sem haldin verður í Neskaupstað dagana 11.-14. júlí 2018.  Þar koma fram bæði þekkt og óþekkt metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indí-bönd. Hátíðin í ár verður með sama hætti og undanfarin ár en nú þegar hafa 16 hljómsveitir frá nokkrum löndum boðað komu sína og gert er ráð fyrir að fleiri hljómsveitir bætist við á næstunni.

Eistnaflug hefur verið haldið árlega í Neskaupstað frá árinu 2005 og verður þetta því í 13 skipti sem hún fer fram. Allan þann tíma hefur verið gott samstarf á milli framkvæmdaaðila og sveitarfélagsins og samningurinn sem undirritaður var í dag er með svipuðu sniði og verið hefur.

Samningurinn felur m.a. í sér að Fjarðabyggð leggur til  Íþróttahúsið í Neskaupstað undir tónleika hátíðarinnar, auk þess að lána annað húsnæði sveitarfélagsins undir gistiaðstöðu fyrir hljómsveitir og starfsmenn. Þá sér Fjarðabyggð um gæslu við tónleikasvæðið og á tjaldstæði hátíðarinnar. Einnig sér Fjarðabyggð um að innviðir séu í lagi s.s., salernisaðstaða, tjaldstæði og að ásýnd bæjarins sé góð bæði fyrir og eftir hátíðina.

Fleiri myndir:
Samningur milli Fjarðabyggðar og Eistnaflugs undirritaður

Frétta og viðburðayfirlit