mobile navigation trigger mobile search trigger
30.04.2018

Samningur um rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð

Á dögunum var ritað undir samning við Fjallmann Solutions ehf. og Landamerki ehf. um rekstur fimm tjalsvæða í Fjarðabyggð í sumar.

Samningur um rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Frá vinstri: Lára Björnsdóttir frá Fjallmann Solutions, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, og Anna Berg Samúelsdóttir Umhverfisstjóri við undirritun samnings um rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð

Tjaldsvæðin sem um ræðir eru í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og á Stöðvarfirði og sjá fyrirtækin  um rekstur svæðana í sumar.

Nú þegar hefur tjalsvæðið á Reyðarfirði verði opnað og á næstu vikum munu önnur tjaldsvæði svo opna eitt af öðru.

Frétta og viðburðayfirlit