mobile navigation trigger mobile search trigger
20.02.2017

Sumarstarf - Sundlaug Eskifjarðar

SUNDLAUG ESKIFJARÐAR - SUMARSTÖRF

Lausar eru til umsóknar tvær stöður við Sundlaug Eskifjarðar. Um sumarstörf er að ræða en ráðinn verður einn karlmaður og ein kona.

Í starfinu felst m.a.:

  • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
  • Baðvarsla í klefum
  • Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti
  • Þrif

Hæfniskröfur:

  • Standast hæfnispróf sundstaða.
  • Góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð.

Laun eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2017.

Frekari upplýsingar um starfið gefur Jóhann Ragnar Benediktsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Eskifjarðar í síma: 862 0363 og netfang: johann.r.benediktsson@fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit