mobile navigation trigger mobile search trigger
05.05.2017

Undirritun samnings vegna 2. áfanga Mjóeyrarhafnar

Í gær, 4. maí, var undirritaður samningur við belgíska fyrirtækið Jan De Nul um dælingu fyllingar undir 2. áfanga Mjóeyrarhafnar.  

Undirritun samnings vegna 2. áfanga Mjóeyrarhafnar
Myndin er tekin við undirritun verksamningsin en á henni eru Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna , Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, Kobbe Piers og Philippe Angely frá Jan De Nul

Ráðgert er að fyllingunni verði dælt í þremur áföngum með nokkurra mánaða millibili. Upphæð verksamningsins er 872.700 evrur og eru verklok ráðgerð 1. ágúst 2018.

Frétta og viðburðayfirlit