mobile navigation trigger mobile search trigger
18.09.2017

Vígsla snjóflóðavarnarmannvirkja í Tröllagili í Neskaupstað

Þriðjudaginn 19. september fer fram formleg vígsla á Snjóflóðavarnamannvirkjum í Tröllagili í Neskaupstað. Vígslan fer fram við minningarreitin um snjóflóðið í Neskaupstað  og hefst kl. 16:00.

Vígsla snjóflóðavarnarmannvirkja í Tröllagili í Neskaupstað

Framkvæmdir við verkið hófust árið 2011 og er nú að ljúka en um er að ræða 660 m þvergarð, 420 m langan leiðigarð og 24 snjóflóðavarnarkeilur.  Markmið framkvæmdana er að taka við snjóflóðum úr Tröllagili, stöðva þau og beina þeim út á sjó. Jafnframt var horft til þess að mannvirkin nýttust til útivistar með gerð gönugstíga og áningarstaða.

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra mun vígja mannvirkin með aðstoð heimamanna og að því loknu mun Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur, blessa mannvirkin. Að vígslu lokinni verður gestum boðið að njóta veitinga.

Samhliða vígslunni fer Hágarðahlaup knattspyrnudeildar Þróttar fram. Hlaupið er eftir þeim stígum sem orðið hafa til við snjóflóðamannvirkin. Hægt verður að velja um 3 hlaupaleiðir, misjafnlega erfiðar, auk þess sem sérstakt hlaup verður fyrir krakka að þessu sinni. Hlauparar verða ræstir af stað um kl. 16

Við hvetjum sem flesta til að mæta og fagna þessum merka áfanga.

Frétta og viðburðayfirlit