mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjarðabyggð til framtíðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ákvað í nóvember á síðasta ári að hrinda af stað umfangsmikilli greiningu á rekstri sveitarfélagsins. Verkefnið hlaut heitið Fjarðabyggð til framtíðar með vísun til þýðingar þess fyrir stöðugleika í rekstri sveitarfélagsins til framtíðar litið.

Ákvörðunin um verkefnið var tekin samhliða fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins fyrir árið 2015. Auk þess sem samráð skyldi haft við íbúa um framtíðarskipan í rekstrarmálum, ákvað bæjarstjórn að leita eftir áliti ráðgjafasviðs KPMG. Einnig var ákveðið, í ljósi þess að rúmur helmingur útgjalda sveitarfélagsins vegna grunnþjónustunnar rennur til fræðslumála, að leita til Skólastofunnar ehf. sem sérhæfir sig í faglegri ráðgjöf á því sviði.

Samráðsfundir fóru fram 21. til 22. janúar sl. með íbúum Fjarðabyggðar í öllum bæjarkjörnum og mættu vel á þriðja hundrað manns.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ákvað í nóvember á síðasta ári að hrinda af stað umfangsmikilli greiningu á rekstri sveitarfélagsins. Verkefnið hlaut heitið Fjarðabyggð til framtíðar með vísun til þýðingar þess fyrir stöðugleika í rekstri sveitarfélagsins til framtíðar litið.

Ákvörðunin um verkefnið var tekin samhliða fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins fyrir árið 2015. Auk þess sem samráð skyldi haft við íbúa um framtíðarskipan í rekstrarmálum, ákvað bæjarstjórn að leita eftir áliti ráðgjafasviðs KPMG. Einnig var ákveðið, í ljósi þess að rúmur helmingur útgjalda sveitarfélagsins vegna grunnþjónustunnar rennur til fræðslumála, að leita til Skólastofunnar ehf. sem sérhæfir sig í faglegri ráðgjöf á því sviði.

Samráðsfundir fóru fram 21. til 22. janúar sl. með íbúum Fjarðabyggðar í öllum bæjarkjörnum og mættu vel á þriðja hundrað manns.

Álitsgerðir ráðgjafa

Kynningarfundir ráðgjafa

KPMG ráðgjöf og Skólastofan hafa lokið störfum og voru álitsgerðir þeirra lagðar til kynningar fyrir bæjarráð 13. apríl sl. og bæjarstjórn tveimur dögum síðar.

Um núverandi stöðu segir í skýrslu KPMG, að bæjarsjóður standi í heild sinni sterkt ef litið er til reksturs sveitarfélagsins í heild eins og hann birtist í samanlögðum rekstri A- og B-hluta bæjarsjóðs.* Einnig sýni lykiltölur að framlegð eða tekjur frá rekstri A-hluta eru hærri en hjá samanburðarsveitarfélögum. Fjarðabyggð er því að mörgu leyti vel rekið sveitarfélag.

Meginniðurstaða ráðgjafasviðs KPMG er sú, að A-hluti bæjarsjóðs Fjarðabyggðar búi við umtalsverðan skuldavanda, sem lýsir sér í því að framlegð frá rekstri A-hlutans standi ekki undir núverandi skuldsetningu skv. lögbundnum viðmiðum.

Mælst er til þess, að farin verði blönduð leið til lausnar, svo að tryggja megi að aðgerðir gangi ekki of nærri þjónustu sveitarfélagsins. Sú leið byggir á þríþættum aðgerðum eða hagræðingu í rekstri A-hlutans, aðhalds í fjárfestingum og sölu eigna til niðurgreiðslu á skuldum A-hlutans. 

Líta ber að mati KPMG aðallega til eigna sem sveitarfélaginu er ekki nauðsynlegt að reka á eigin vegum s.s. Rafveitu Reyðarfjarðar og Hitaveitu Fjarðabyggðar. Samkvæmt niðurstöðum fjárhagsgreiningar verður að lækka útgjöld A-hluta um 150 millj. kr. á ári, að því gefnu að eignasala skili í það minnsta 600 millj. kr. til lækkunar höfuðstóls lána. Gangi eignasala ekki eftir, nemur nauðsynleg útgjaldalækkun 290 millj. kr. á ári.

Þá er bent á mikilvægi þess að almenningssamgöngur verði bættar, sem lykilaðgerð fyrir sameinað sveitarfélag og hagkvæmari samnýtingu innviða s.s. sundlauga, íþróttamannvirkja og menningarstofnana. Lagt er til að ítarleg þarfagreining fari fram á meðal íbúa og að hagkvæmum áætlunarferðum verði bætt við núverandi akstur eftir því sem niðurstöður gefa tilefni til.

Megintillögur Skólastofunnar lúta að sameiningu skóla Fjarðabyggðar í eitt skólasamlag. Með því móti beri stjórnendur sem eitt stjórnunar- og samstarfsteymi sameiginlega ábyrgð á heildarrekstri skólans. Til lengri tíma litið gæti slík ráðstöfun hvort tveggja eflt skólastarfið og skilað umtalsverðri hagræðingu. Einnig er mælst til þess að kannað verði til þrautar, hvort mynda megi samstöðu um sameiningu leik- og grunnskóla á Fáskrúðsfirði og á Eskifirði.

Af afmarkaðri tillögum má nefna samkennslu í grunnskólum í valgreinum og að sú samkennsla verði nýtt sem grunnur fyrir nánara samstarf á milli grunnskóla, að teymiskennsla í grunnskólum og samkennsla í tónlistarskólum verði aukin og að sóknarfæri verði kortlögð varðandi aukið samstarf á mörkum leik- og grunnskóla um aldursblandaða hópa 5 til 6 ára barna. Einnig er lagt til að grundvöllur verði kannaður á skólasamlagi sem þjóni Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Þá er mælst til þess að leikskólaráðgjöf verði efld.

Í greinargerðinni er fjallað sérstaklega um faglegar forsendur nýrra úthlutunarreglna kennslumagns, sem spara munu sveitarfélaginu 35-40 millj. kr. á ári m.a. með aukinni samkennslu aldurshópa. Ekki er talið að þær breytingar bitni á gæðum skólastarfsins. Einnig er fjallað sérstaklega um forsendur þess að breytingar í skólastarfi skili tilætluðum árangri. Bent er á að samstaða og jákvæð viðhorf séu ráðandi fyrir allan árangur og er af þeim sökum mælst til þess að undirbúningur aðgerða miði að því að ná breiðri samstöðu.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjallaði á fundi sínum 15. apríl um álitsgerðir ráðgjafa. Samþykkt var að vísa tillögum KPMG ráðgjafar og Skólastofunnar ehf., ásamt greinargerðum, til nefnda til efnislegrar umfjöllunar og síðan til bæjarráðs til frekari úrvinnslu og kynningar á meðal íbúa. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki í maí og júní nk.

* Rekstur bæjarsjóðs skiptist í A-hluti og B-hluta, þar sem A-hlutanum ber að standa straum af grunnþjónustu sveitarfélagsins en B-hluti af hafnarstarfsemi og veitum.

Kynningarfundir vegna Fjarðabyggðar til framtíðar fara fram 22. apríl í Neskaupstað annars vegar og á Reyðarfirðir hins vegar. Helgi Rafn Helgason kynnir, vegna forfalla Sævars Kristinssonar, tillögur KPMG og einnig mun Ingvar Sigurgeirsson kynna tillögur Skólastofunnar. Fundarstjóri er Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri. Nálgast má greinargerðir KPMG og Skólastofunnar hér að neðan.

Dagur Tími
Nesskóli 22.04. 17:30
Grunnskóli Reyðarfjarðar 22.04 20:30
Sævar Kristinsson KPMG ráðgjöf.jpg
Íbúafundur Fjarðabyggðar til framtíðar á Reyðarfirði.jpg
Fjarðabyggð til framtíðar Íbúafundur Eskifirði.JPG


Tengd skjöl