mobile navigation trigger mobile search trigger

Arctic Fjarðabyggð

Arctic Fjarðabyggð er vinnuheiti fyrir þróunarverkefni, sem snúa að sóknarfærum í atvinnu- og verðmætasköpun í Fjarðabyggð á grunni Norðurslóðasóknar. Aðkoma sveitarstjórnarinnar byggir á stefnumörkun gagnvart hafnsækinni starfsemi með Fjarðabyggðarhafnir og aðra innviði sveitarfélagsins sem meginútgangspunkt. Vinna sveitarfélagsins snýr aðallega að Þjónustumiðstöð Norðurslóða eða Arctic Service Hub, þróunarverkefni sem Fjarðabyggð hefur unnið að ásamt nágrannasveitarfélaginu Fljótsdalshéraði og hefur að markmiði áframhaldandi þróun innviða og samfélags á Austurlandi. 

Þetta viðamikla samstarfsverkefni er þó aðeins einn þráður af mörgum í mögulegri atvinnusókn smærri samfélaga á norðurslóðum. Hér að neðan er stiklað á helstu möguleikum í grófum dráttum.

Arctic Energy

Olíu- og gasleit 
Oliuboranir og rannsóknir 
Olíuvinnsla
Þjónustustarfsemi 
Flugvalla- og flugþjónusta 
Hafnarþjónusta og athafnasvæði 
Sérfræðiþjónusta 

Arctic Fishing

Sjávarútvegur 
Vinnsla sjávarafurða 
Þjónusta við sjávarútveg
Tækni- og verkfræðiþjónusta 
Hafnarþjónusta 
Hafrannsóknir
Sjálfbær nýting fiskstofna 

Arctic Logistics

Nýjar siglingaleiðir
Flutningafyrirtæki
Þjónusta vegna framkvæmda

Arctic Tourism

Gæðaferðaþjónusta - „small scale" 
Skemmtiferðaskip á jaðarsvæðum 
Önnur jaðartengd ferðaþjónusta

Sveitarstjórnir Fjarðbyggðar og Fljótsdalshéraðs gengust 2. júní 2015 fyrir málstofunni Þjónustumiðstöð Norðurslóða - Samfélag í þróun. Málþingið fór fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði og bauðst þátttakendum jafnframt að fara í skoðunarferðir um alþjóðlega flugvöllum á Egilsstöðum og Fjarðabyggðarhafnir í tengslum við málþingið.

Umsjón

Verkefnastjóri atvinnuþróunar,
asta.k.sigurjonsdottir@fjardabyggd.is,
sími 470 9000.

Yfirstjórn

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar,
- Netfang
470 9000.