mobile navigation trigger mobile search trigger

Fagfundur með aðilum í ferðaþjónustu í Fjarðabyggð 12. desember 2018

Miðvikudaginn 12. desember frá kl. 10:00 – 15:00 boðar Fjarðabyggð til fagfundar með ferðaþjónustuaðilum í Fjarðabyggð og öllu áhugaflólki í um ferðaþjónustu í Fjarðabyggð í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði

Dagskrá fundarins verður auglýst nánar fljótlega en á fundinum verða flutt afar fróðleg erindi sem tengjast ferðaþjónustu í Fjarðabyggð, auk þess sem rætt verður á hugarflugsfundi um framtíð ferðaþjónustu í Fjarðabyggð og hvernig við getum saman gert hann ennþá betri.
Vinnan á þessum fundi verður síðan notuð til að móta ferðamála stefnu sveitarfélagsins, en stefnt er að því að hún verði tilbúinn í  mars 2019. 

Við viljum biðja fólk um að skrá sig á fundin, fyrir 7. desember nk., með því að hafa samaband við Þórð Vilberg Guðmundsson, Upplýsinga- og kynningafulltrúa Fjarðabyggðar thordur.v.gudmundsson@fjardabyggd.is

Drög að dagskrá

10:00 – Setning – Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar

10:00 – 12:00 Erindi frá ýmsum aðilum. Má þar nefna Fjarðabyggðarhafnir, Íslenska ferðaklasanum, Austurbrú og fleirum. (Nánar auglýst fljótlega)

12:00 Hádegisverður í boði Fjarðabyggðar

12:45 – 14:45 – Hugarflugsfundur um framtíð ferðaþjónustu í Fjarðabyggð. Fundarstjóri Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.

Á hugarflugsfundinum verður skipt í hópa og málin rædd á fjórum borðum:

  1. Skemmtiferðaskip í Fjarðabyggð -  borðstjóri: Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Á borðinu verður rætt um framtíð skemmtiferðaskipa í Fjarðabyggð.
  2. Hlutverk Fjarðabyggðar og samvinna við aðila í ferðaþjónustu. – borðstjóri: Upplýsinga- og kynningarfulltrúi Fjarðabyggðar:. Á borðinu verður farið yfir hlutverk sveitarfélagsins hvað varðar stuðning við ferðþjónustu. Hvað hefur verið vel og gert og hvað má betur fara.  Eins verður farið yfir þá staði sem sveitarfélagið hefur uppá bjóða s.s. söfn og sundlaugar og hvað þar er vel gert, eða má betur fara. Eins verður farið yfir samvinnu aðila í ferðaþjónustu og hvernig er hægt að nýta samtakamátt greinarinnar betur.
  3. Uppbygging áfangastaða í Fjarðabyggðborðstjóri: Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar. Á borðinu verður rætt um uppbyggingu áfangastaða í Fjarðabyggð. Hvað hefur verið gert, og hvaða staði sjá menn fyrir sér að þurfi að að byggja upp.
  4. Nýsköpun í ferðaþjónustu borðstjóri: Atvinnu- og þróunarstjóri Fjarðabyggðar. Á borðinu verður rætt um nýsköpunartækifæri í ferðaþjónustu. Hvaða möguleika sjá menn fyrir sér að nýta inn í framtíðina.