HAFNARÞJÓNUSTA
Fjarðabyggðarhafnir þjóna skipum, bátum og öðrum sem leið eiga um hafnirnar eða hafnarsvæðin. Þjónusta hafnarinnar er fyrir útgerðir, fyrirtæki og einstaklinga. Höfnin veitir dráttarbátaþjónustu og þeim sem þurfa á slíkri þjónustu er bent á að hafa samband við Reyðarfjarðarhöfn í síma 474-1305.
Sjófarendum ber að tilkynna til viðkomandi hafnar um komu til hafnar með ákveðnum fyrirvara sbr. hafnarreglugerð Fjarðabyggðarhafna. Öll umferð um höfnina og hafnarsvæði á að fara fram í samráði við hafnarstarfsmenn á viðkomandi stað.
Fjarðabyggðarhafnir eru með hafnaraðstöðu í öllum sjö þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins, Mjóafirði, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdal. Sólarhringsþjónusta er veitt á öllum höfnum Fjarðabyggðar.
Hægt er að óska eftir viðtali við hafnarstjóra í síma 470-9000.