mobile navigation trigger mobile search trigger

Íþrótta- og tómstundastarf sumarið 2021 í Fjarðabyggð

Sumarið er tíminn. Tíminn til þess að vera úti, hreyfa sig og njóta lífsins. Á það ekki hvað síst við um smáfólkið í Fjarðabyggð. Í sumar verðu einkar fjölbreytt úrval námskeiða í boði fyrir krakka á öllum aldri. Flest af þeim íþróttafélögum sem eru starfandi í sveitarfélaginu eru með námskeið eða æfingar í boði, Menningarstofa Fjarðabyggðar býður upp á listasmiðjur, auk þess sem sumarfrístund verður í boði.

Á þessari síðu munu verða aðgengilegar upplýsingar um þessa starfsemi um leið og þær berast.

Við minnum á varnaðarorð landlæknis við áhrifum sólargeisla á hörund barna, en meira að segja íslenska sólin getur orðið of sterk og um að gera að nota viðeigandi vörn þá daga sem sólin sýnir sig. Þá eiga útivistarreglur Samanhópsins alltaf við, hvort heldur sumardagana langa eða í skammdeginu. Góða skemmtun í sumar :-)

Sumarfrístund