LISTASMIÐJUR MENNINGARSTOFU FJARÐABYGGÐAR sumarið 2023
Menningarstofa Fjarðabyggðar mun halda úti listasmiðjum en það eru skapandi námskeið fyrir börn sem lokið hafa 3.-7. bekk grunnskóla. Boðið er upp á fjölbreytt námskeið víðsvegar um Fjarðabyggð og getur hver smiðja tekið við 12-15 börnum. Allar nánari upplýsingar um skráningu og þær smiðjur sem eru boði á finna á heimasíðunni með því að smella hér:
Í boði verða 5 listasmiðjur:
- MYNDLISTARSMIÐJA – PERSÓNUSKÖPUn
- SKAPANDI LEIKLISTARSMIÐJA
- HLJÓÐLIST, ROKK OG RAFTÓNLIST
- MÁVURINN – TÓNLISTARSMIÐJA
- LJÓSMYNDASMIÐJA
Til athugunar fyrir foreldra:
- Smiðjurnar eru starfrækt fimm daga vikunnar, eftir hádegi, og haldin verður stutt kynning á vinnunni í lok námskeiðs. Nánari upplýsingar um námskeiðin verða sendar í tölvupósti til skráðs forráðamanns áður en námskeið hefst.
- Við hvetjum fólk til að sækja námskeið milli staða. Athugið að ekki eru skipulagðar samgöngur milli byggðakjarna fyrir þessi námskeið en við hvetjum foreldra til að skiptast á að keyra á milli og nýta almenningssamgöngur eins og hægt er.
- Við biðjum foreldra um að vera tímanlega í að skrá börnin þar sem það er takmarkað pláss í boði. Lágmarksfjöldi á námskeið eru fimm þátttakendur.
- Aðeins þeir sem eru skráðir mega vera á námskeiðunum, ef vinir vilja bætast í hópinn skulu foreldrar hafa samband við leiðbeinanda um möguleika á skráningu.
- Verð fyrir hvert námskeið er 10.000 kr.
- Veittur er 25% systkinaafsláttur (verð: 7500 kr. fyrir hvert barn)
- Ef barn tekur þátt í fleiri en einu námskeiði er einnig veittur 25% afsláttur (verð: 7500 kr. fyrir hvert námskeið)
- Börnin skulu mæta með létt nesti og í þægilegum fötum sem mega verða fyrir hnjaski. Við erum oft bæði úti og inni sama daginn og því er gott að vera klæddur eftir veðri.
Nánari upplýsingar um námskeiðin veitir starfsfólk Menningarstofu í síma 470-9038 og menningarstofa@fjardabyggd.is.
Fylgist með tilkynningum á facebook síðu Menningarstofu.
Verkefnið er skipulagt og stýrt af Menningarstofu Fjarðabyggðar og hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Austurlands en listafólkið tekur einnig þátt í öðrum verkefnum á vegum Menningarstofu á meðan á dvöl þeirra stendur.
UMSÓKNIR
Sótt er um þátttöku í listasmiðjum Menningarstofu Fjarðabyggðar í gegnum íbúagáttina hér á vefnum með því að smella hér.
LÝSING Á SMIÐJUM:
MYNDLISTARSMIÐJA - PERSÓNUSKÖPUN
- júní til 9. júní 13:00 - 16:00. Staðsetning Eskifjörður, í Valhöll.
Myndlistarsmiðjan persónusköpun og teiknikennsla hefur verið vinsælasta námskeiðið okkar tvö ár í röð enda tilvalið fyrir alla krakka sem elska það að teikna og skapa. Í smiðjunni fá börnin leiðsögn við að mála, teikna fígúrur og finna andlit og persónur í umhverfi sínu. Meðal verkefna eru ferðir út undir bert loft þar sem leitast verður við að persónugera umhverfið og hversdagslega hluti sem þar er að finna, málaðar verða myndir, en einnig verður horft á teiknimyndir og rýnt í myndasögur.
SKAPANDI LEIKLISTARSMIÐJA
- júní - 16. júní kl. 13:00-16:00. Staðsetning Fáskrúðsfjörður. Leiðbeinandi: Viktoría Blöndal.
Skapandi leiklistarsmiðja þar sem unnið verður með leikgleði, sjálfstraust og spuna. Í smiðjunni verður farið í persónusköpun, leiktúlkun og textavinnu. Smiðjan er fyrir alla, hvort sem reynsla af leiklist er fyrir hendi eða ekki.
Viktoría Blöndal lauk prófi á sviðshöfundabraut LHÍ og er þaulvanur leiðbeinandi, leikstjóri og skáld. Hún hefur meðal annars leikstýrt hinu vinsæla leikrit Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og starfað sem verkefnastjóri skapandi sumarstarfa og hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar.
HLJÓÐLIST, ROKK OG RAFTÓNLIST
- júní – 23. júní frá 13:00 til 16:00. Staðsetning Reyðarfirði. Leiðbeinandi: Curver Thoroddsen.
Tón- og listasmiðja þar sem börnin vinna m.a. með hljóðupptökur, kafa ofan í rokk og raftónlist í rokkskólanum og rannsaka umhverfi sitt og hljóðin sem þar eru að finna. Ef tækifæri gefst verður t.d. reynt að taka upp hljóð við höfnina og í umhverfinu og vinna með þau. Einnig verður lagt upp með þá hugmyndafræði að fá börnin til að skapa óhindrað, t.d. að spila tónlist án þess að huga að því sem þau kunna heldur hvað þau langar til að skapa og gera. Reglan er að spila ekki tónlist eftir aðra, maður þarf að búa til sín eigin lög og opna flóðgáttirnar. Þetta er góður grunnur fyrir öll börn sem langar til að skapa eitthvað nýtt svo sem að semja lög og vinna með tónlist.
Curver Thoroddsen er þaulvanur leiðbeinandi og fjölhæfur og litríkur listamaður sem hefur unnið með margvísleg listform og unnið m.a. með Björk, Mínus og Ghostigital. Hann hefur kafað djúpt inn í tónlistina og framið fjölbreytta gjörninga og haldið fjölda listsýninga um allan heim svo fátt eitt sé nefnt.
MÁVURINN - TÓNLISTARSMIÐJA
- júní - 30. júní frá 13:00 – 16:00. Staðsetning Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði. Leiðbeinendur: Ólína og Ásthildur Ákadætur.
Máfurinn tónlistarsmiðja er námskeið fyrir börn á aldrinum 8-13 sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Smiðjan er opin fyrir öll börn og engin krafa er um fyrri reynslu í tónlist.
Þemað í smiðjunni í ár er sögur og tenging þeirra við tónlist. Við vinnum skapandi tónsmíðar, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og fyrir hvert annað á ýmis hljóðfæri.
Ólína og Ásthildur Ákadætur eru tónlistarkonur menntaðar í píanóleik og hljóðfærakennslu. Þær hafa fjölbreyttan listrænan bakgrunn og eru virkar að koma fram á tónleikum og viðburðum.
LJÓSMYNDASMIÐJA
- júlí - 7. júlí frá 13:00 – 16:00. Staðsetning Þórsmörk í Neskaupstað. Leiðbeinandi: Berglind Rögnvaldsdóttir.
Í ljósmyndasmiðjunni verður farið yfir grundvallaratriði ljósmyndunar, hvað þarf góð ljósmynd að hafa til brunns að bera og hvernig segjum við sögu með myndum. Einnig munum við skoða mikið af innblæstri til að komast betur að því hvað hverjum þátttakanda finnst heillandi og áhugavert innan ljósmyndunar. Þátttakendur vinna svo með Berglindi hver að sínu verkefni sem undir hennar leiðsögn og haldin verður sýning í lokin.
Þátttakendur nota sína eigin digital myndavél eða síma á námskeiðinu en einnig fá þeir einnotamyndavél til að vinna með. Í lokin verður samsýning á völdum verkum, þar sem nemendur fá tækifæri til að sýna afraksturinn.
Berglind Rögnvaldsdóttir er samtímalistakona með gráðu í ljósmyndun og sagnagerð. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir listrænar samsettar ljósmyndir sínar sl.ár og tekið þátt í stórum listahátíðum í Osló þar sem hún bjó og starfaði.