mobile navigation trigger mobile search trigger

FJARÐAKORTIÐ

Fjarðakortið er snertilaust snjallkort sem gildir í söfn, bókasöfn og íþróttamiðstöðvar Fjarðabyggðar. Það er fáanlegt sem persónugert kort eða almennt handhafakort. Tekið er við pöntunum á persónugerðum kortum í sundlaugum eða líkamsræktarstöðvum. Fjarðakortið er hluti af CTS-aðgangsstýringarkerfi (Curron Ticket System) sem Fjarðabyggð hefur tekið upp samhliða SVAust. Stakir aðgöngumiðar eru seldir í sundlaugum og einnig í áætlunarferðum Strætisvagna Austurlands til Egilsstaðarflugvallar og frá. Einfalt er að kaupa áfyllingar á Fjarðakortið í íþróttamiðstöðvum Fjarðabyggðar.

Frá 1.1.2020 greiða handhafar Fjarðakorts, með skráðu nafni, ekki árgjald að bókasöfnum Fjarðabyggðar

Í strætó

Gjaldskrá SVAust tekur mið af gjaldsvæðum og kemur eitt fjargjald á móti hverju gjaldsvæði. Miðar eru keyptir sem áfylling á Fjarðakort, sem stakir miðar eða tímabilismiðar til 1, 3, 6, 9 eða 12 mánaða. Samsvarandi tímabil eiga einnig við um svæðamiða, sem gilda fyrir tiltekin gjaldsvæði. Hvert gjaldsvæði spannar 15 km.

Grunnskólabörn í Fjarðabyggð eru með gjaldfrjálsan aðgang að strætó gegn framvísun Fjarðakorts og á það við um öll gjaldsvæði SVAust. Nánari upplýsingar veitir viðkomandi grunnskóli. Framhaldsskólakort gilda á viðkomandi skólaári og veita einnig ótakmarkaðan aðgang að öllum gjaldssvæðum. Nánar um SVAust og Fjarðakortið.

Söfn Fjarðabyggðar

Fjarðakortið veitir handhöfum þess frían aðgang að söfnum Fjarðabyggðar. Það eina sem íbúar þurfa að gera er að framvísa kortinu á söfnunum.  Athugið að nauðsynlegt er að um sé að ræða Fjarðakort sem gefin eru út á nöfn handhafa.

Söfn Fjarðabyggðar eru:

Frakkar á Íslandsmiðum á Fáskrúðsfirði
Íslenska Stríðsárasafnið á Reyðarfirði
Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði
Safnahúsið í Neskaupstað

Bókasöfnin í Fjarðabyggð

Frá og með 1. janúar 2020 greiða handhafar Fjarðakortsins ekki árgjald að bókasöfnum Fjarðabyggðar. Athugið að nauðsynlegt er að um sé að ræða Fjarðakort sem gefin eru út á nöfn handhafa.

Bókasöfnin í Fjarðabyggð eru sex. Þau eru Bókasafnið í Breiðdal, Bókasafnið á Stöðvarfirði,  Bókasafnið á Fáskrúðsfirði, Bókasafnið á Reyðarfirði,  Bókasafnið á Eskifirði og Bókasafnið i Neskaupstað eru öll staðsett í grunnskólum á hverjum stað.  Öll bókasöfn Fjarðabyggðar eru samsteypusöfn sem eru virk jafnt fyrir skóla sem almenning. Söfnin búa  yfir góðum safnkosti og boðið er upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn, unglinga og fullorðna, fyrirtæki og stofnanir. Helstu þjónustuþættir eru útlán gagna (s.s. á skáldsögum, fræðibókum, hljóðbókum, tímaritum, myndböndum og myndasögum) og upplýsingaþjónusta.

Í sund og líkamsrækt

Tímabilsmiðar fyrir sund og líkamsrækt eru fáanlegir sem áfylling á Fjarðakort.

Í sund gilda tímabilsmiðar fyrir börn og fullorðana í 10 skipti eða í 3, 6 eða 12 mánuði. Þá stendur öldruðum og öryrkjum til boða 12 mánaða tímabilsmiði. Í líkamsrækt eru tímabilsmiðar fyrir fullorðna, aldraða og öryrkja til 1, 3, 6 eða 12 mánaða. Enn fremur eru fáanlegir tímabilsmiðar í sund og líkamsrækt fyrir fullorðna, aldraða og öryrkja sem gilda í 10 skipti eða í 1, 3, 6 eða 12 mánuði. 

Sundlaugar í Fjarðabyggð eru á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdal. 
Líkamsræktarstöðvar eru á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og í Breiðdal.

Ábendingar og kvartanir

Íþrótta- og tómstundafulltrúi, 
sími 470 9098.
fjardabyggd@fjardabyggd.is

Yfirstjórn

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs
mannvirkjastjori@fjardabyggd.is
.
sími 470 9000.

Tengd skjöl