mobile navigation trigger mobile search trigger

Fjölmiðlatorg

Á fjölmiðlatorgi Fjarðabyggðar má nálgast á einum stað fréttir af vef sveitarfélagsins og tilkynningar, merki þess og annað sem gagnast kann störfum fjölmiðla. Stefna Fjarðabyggðar í upplýsinga- og kynningarmálum er að veita góðar og gagnsæjar upplýsingar um nærsamfélagsþjónustu sveitarfélagsins og réttindi íbúa. Áhersla er lögð á góð samskipti við fjölmiðla og stuðning við samfélagslegt hlutverk þeirra. Lögum samkvæmt ber sveitarfélagið einnig ríka upplýsingaskyldu gagnvart íbúum um málefni þess og ákvarðanir, bæði hvað þjónustu varðar, fjárhag og umhverfi og þau markmið sem að er stefnt.

Hér má nálgast Samskiptastefnu Fjarðabyggðar

Auglýsingar og auglýsingastyrkir

Allar beiðnir um auglýsingar og auglýsingastyrki skal berast á netfangið auglysing@fjardabyggd.is                                                           

Frekari upplýsingar veitir upplýsingafulltrúi.

Upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar

Haraldur Líndal Haraldsson
Netfang: haraldur.haraldsson@fjardabyggd.is 

Beinn sími: 470 9092
Farsími: 697 7335

Fréttir

STÓRI PLOKKDAGURINN SUNNUDAGINN 28. APRÍL

22.04.2024 STÓRI PLOKKDAGURINN SUNNUDAGINN 28. APRÍL

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. 

Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma. Þannig er öllum heimilt að nota merki dagsins og myndefni tengt honum til kynningar á verkefnum tengdum plokki og umhverfishreinsun.

Allir mega stofna viðburði á Stóra Plokkdaginn á samfélagsmiðlum, tengja þá við Plokk á Íslandi, fá merkingar frá Plokk á Íslandi.

Lesa meira

Tilkynningar

Neysluvatn á Breiðdalsvík örverumengað

22.04.2024

Við reglubundið eftirlit með neysluvatni á Breiðdalsvík kom í ljós að vatnið er örverumengað. Um er að ræða svokallaða kólígerla, sem er stór hópur örvera, ræktaður við 35-37°C. Í þessum hópi eru svokallaðar umhverfisörverur en einnig þær sem tengja má saur frá blóðheitum dýrum.
Fjöldi gerla í þeim sýninu var innan við 20 í 100 ml og því er ekki talið nauðsynlegt að sjóða vatnið fyrir neyslu.
Viðkvæmir neytendur,  eru hins vegar hvattir til að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Til viðkvæmra notenda teljast, börn undir 5 ára aldri, fólk með viðkvæmt ónæmiskerfi, eldra fólk, barnshafandi konur og fólk með fæðuofnæmi eða fæðuóþol. 

Lesa meira

HÖNNUNARSTAÐALL

Hönnunarstaðall setur ramma utan um notkun byggðarmerkis Fjarðabyggðar í prent- og kynningarmálum sveitarfélagsins. Hönnunarstaðallinn er leiðbeinandi tæki fyrir starfsfólk Fjarðabyggðar sem og aðra er koma að kynningarmálum, rafrænt sem og prentuðum. Sveitarfélagið Fjarðabyggð notar merki Fjarðabyggðar á öll gögn, auglýsingar, kynningar, útgáfur og ytri merkingar til að auðkenna starfsemi Fjarðabyggðar. Fylgja skal þessum hönnunarstaðli og ekki má í neinum tilvikum breyta litum merkisins. Hönnunarstaðallinn er ekki tæmandi og ef vafa atriði koma upp varðandi notkun byggðarmerkisins skal hafa samband við upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar.

Nánari útfærslur og dæmi má finna í Hönnunarstaðli og merkjunum er hægt að hlaða niður héðan.