mobile navigation trigger mobile search trigger

Skipulag hafnarsvæða

Aðaskipulag gerir grein fyrir landnýtingu í megindráttum, sem er svo útfærð nánar í deiliskipulag viðkomandi staðar. Á hafnarsvæðum Fjarðabyggðar gerir aðalskipulag 2007 - 2027 ráð fyrir hafnsækinni starfsemi, s.s. útgerð, fiskvinnslu, starfsemi tengdri sjóflutningum og aðstöðu og þjónustu við skemmtibáta. Þróun einstakra hafnarsvæða skal taka mið af mögulegri hagkvæmi og sérhæfingu starfseminnar á hverjum stað. 

Hafnarstarfsemi á Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðsfirði er skilgreind út frá stærri fiskiskipum og fiskvinnslu, en Mjóeyrarhöfn er skilgreind sem vöruflutningahöfn og vöruflutningamiðstöð. Aðstaða á Stöðvarfirði og Breiðdalsvík beinist að smábátaútgerð og á Mjóafirði að þjónustu við íbúa í Mjóafirði, s.s. vegna ferjusiglinga. Þróun einstakra hafnarsvæða skal taka mið af mögulegri hagkvæmi og sérhæfingu starfseminnar á hverjum stað. 

Ábendingar og kvartanir

Skipulags- og byggingarfulltrúi, byggingarfulltrui@fjardabyggd.is
sími 470 9061.

Yfirstjórn

Hafnarstjóri, 
hafnarstjori@fjardabyggd.is,
sími 470 9000.