mobile navigation trigger mobile search trigger
26.02.2018

Aðstoðarmaður í eldhúsi á leikskólanum Eyrarvöllum

Leikskólinn Eyrarvellir auglýsir 100% stöðu aðstoðarmanns í eldhúsi til eins árs

Leikskólinn er átta deilda leikskóli fyrir börn frá eins árs aldri, í skólanum starfa um 120 börn og 35 kennarar.

Unnið er eftir ráðleggingum og markmiðum Lýðheilsustöðvar hvað varðar hollustu og næringargildi matvæla

Reynsla og hæfniskröfur:
. Reynsla af vinnu og aðstoð við matreiðslu í stóreldhúsi
. Góð skilningur/ þekking á næringarfræði
. Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
. Lipurð og mikil færni í samskiptum er skilyrði

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 2. Maí 2018

Umsóknafestur er til 16. mars

Sótt er um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar - starf.fjardabyggd.is