mobile navigation trigger mobile search trigger
26.04.2018

Afgreiðslufulltrúi á bæjarskrifstofu

Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar afleysingarstarf afgreiðslufulltrúa. Starfstími er frá maí til loka ágúst á þessu ári.

Helstu verkefni:

 • Símasvörun fyrir bæjarskrifstofur og þjónustumiðstöð Fjarðabyggðar.
 • Tekur á móti viðskiptavinum og gestum.
 • Aðstoðar umsækjendur vegna leyfisumsókna, flutningstilkynninga o.fl.
 • Móttaka pósts og flokkun erinda og skráning.
 • Veitir ýmsa stoðþjónustu innan bæjarskrifstofu eins og við undirbúning funda og viðburða.
 • Annast innkaup og umsjón með rekstrarvörum og minniháttar skrifstofubúnaði.
 • Annast samskipti vegna mötuneytis og umsjón með skipulagningu þess í fjarveru matráðs.
 • Annast og aðstoðar við undirbúning móttöku gesta, almennra funda og sér um innkaup veitinga ef þess er óskað.
 • Aðstoðar við verkefni sem tengjast þjónustu- og framkvæmdamiðstöð.

Hæfniskröfur:

 • Framhaldsskólamenntun.
 • Reynsla af þjónustu- og almennum skrifstofustörfum.
 • Reynsla og þekking á notkun upplýsingatæknikerfa.
 • Góð tungumálakunnátta og ritfærni.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulipurð.
 • Samstarfs- og samskiptahæfileikar.
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði.

Starfið gegnir þýðingarmiklu hlutverki í að veita íbúum góða og skilvirka þjónustu. Rík áhersla er lögð á gott viðmót og þjónustulund.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélag.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um stöðuna.

Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Jónsson, bæjarritari, í síma 470 9062 eða á netfanginu gunnar.jonsson@fjardabyggd.is.

Starfslýsing afgreiðslufulltrúa

Umsóknarfrestur er til og með 6. maí 2018 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf í maí.

Sótt er um starfið á ráðningarvef Fjarðabyggðar