mobile navigation trigger mobile search trigger
30.11.2018

Ályktun bæjarráðs Fjarðabyggðar um jöfnun húshitunarkostnaðar

Á 590. fundi bæjarráðs Fjarðbyggðar þann 27. nóvember sl. var samþykkt að skora á stjórnvöld að ganga þegar í stað í að jafna húshitunarkostnað á Íslandi.

Ályktun bæjarráðs Fjarðabyggðar um jöfnun húshitunarkostnaðar

Bókun bæjarráðs hljóðar svo:

Í framhaldi af fyrirspurn og umræðu á Alþingi um húshitunarkostnað, skorar bæjarráð Fjarðabyggðar á stjórnvöld að ganga þegar í að jafna húshitunarkostnað á Íslandi, þannig að þeir íbúar Íslands sem hafa einungis völ á rafkyndingu eða rafkyntri hitaveitu, greiði sambærilegan húshitunarkostnað og þeir sem búa á svæðum þar sem hitaveitur eru starfræktar. Í svari ráðherra kom fram að aðgerðir sem þessar kosta einungis um 800 milljónir á ári sem verður að teljast lág fjárhæð miðað við hversu gríðarleg áhrif til jöfnunar búsetu aðgerð sem þessi hefði á landsbyggðinni.