mobile navigation trigger mobile search trigger
15.04.2019

Austfirskir tónsmiðir í Hörpu

Tveir ungir austfirskir tónsmiðir komust inn í Upptaktinn 2019, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna. Það voru þeir Patryk Edel, 15 ára frá Reyðarfirði og Róbert Nökkvi, 12 ára frá Vopnafirði. Þriðjudaginn 9. apríl voru tónverk þeirra flutt af atvinnutónlistarfólki í Silfurbergi í Hörpu á hátíðlegum tónleikum.

Austfirskir tónsmiðir í Hörpu
Í aðdraganda tónleikanna fengu tónsmiðirnir ungu tækifæri til að þróa og útsetja verk sín undir leiðsögn tónsmíðanema úr Listaháskóla Íslands. Rapparinn Kolbeinn Sveinsson flutti lag Patryks ásamt kammersveit og gítarleikarinn Árni Freyr, sem einnig var leiðbeinandi Róberts, leiddi verk hans. Flautuleikarinn Sigurlaug Björnsdóttir frá Egilsstöðum tók einnig þátt í verkefninu, bauð drengjunum í heimsókn í tónlistardeild LHÍ og spilaði á flautu í kammersveitinni í Hörpu.
Tónleikunum var streymt beint á UngRÚV og hér má sjá viðtöl við Patryk og Róbert um tónsmíðar og hvaða áhrif tónlist hefur á líf þeirra.
Upptakturinn á Austurlandi er haldinn á vegum Tónlistarmiðstöðvar Austurlands, en Auturland var fyrsti fjórðungurinn utan höfuðborgarsvæðisins til þátttöku í Upptaktinum.
Menningarstofa og Tónlistarmiðstöð óskar Róbert og Patryk til hamingju með frábæran árangur og hlakkar til að heyra meira frá þeim á komandi árum.
Meira um Upptaktinn hér: https://www.facebook.com/Upptakturinn/