mobile navigation trigger mobile search trigger
29.11.2017

Breyttur opnunartími í Sundlaug Eskifjarðar

Opnunartími Sundlaugarinnar um helgar yfir vetrartímann mun breytast frá og með 1. desember. Nýi opnunartíminn er frá kl. 11:00 til kl. 16:00 en gamli opnunartíminn var frá kl. 13:00 til 18:00.

Breyttur opnunartími í Sundlaug Eskifjarðar

Íþrótta- og tómstundanefnd barst á dögunum undirskriftarlisti sem legið hafði frammi í afgreiðslu Sundlaugar Eskifjarðar vegna áskorunar um að breyta opnunartíma sundlaugarinnar um helgar yfir vetrartímann. Er það skoðun þeirra sem stóðu að undirskriftarlistanum að það sé betra að opna og loka fyrr um helgar meðal annars með tilliti til barnafólks og þeirra sem vilja byrja daginn á að fara í líkamsræktina. Íþrótta- og tómstundanefnd tók vel í hugmyndina að breyta opnunartímanum að tillögu hópsins.

Til að byrja verður veturinn 2017-2018 notaður til reynslu og ákvörðun um opnunartíma næsta veturs verður svo tekin í sumar. 

Næstu helgi verður því opnunartími Sundlaugar Eskifjarðar frá kl. 11:00 til kl. 16:00.