mobile navigation trigger mobile search trigger
06.02.2020

Dagur leikskólans 6. febrúar 2020

Fimmtudaginn 6. febrúar er haldið upp á Dag leikskólans í 13. sinn. Í tilefni dagsins munu starfsmenn og nemendur á leikskólum Fjarðabyggðar geta ýmislegt til að gera starfsemi leikskólanna sýnilega í bæjarkjörnum Fjarðabyggðar.

Dagur leikskólans 6. febrúar 2020
Börn á Lyngholti á ferð með listaverk um Reyðarfjörð á dögunum, Mynd: Lyngholt

Dagur leikskólans hefur verið haldinn árlega frá árinu 2007. Dagurinn er haldinn í tilefni af því að þennan dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar meðal leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Í tilefni dagsins fóru börn á Eyrarvöllum í Neskaupstað, ásamt kennurum sínum, og hengdu upp listaverk eftir sig i verslunum og fyrirtækjum bæjarins, og verða þau til sýnis út mánuðinn. Starfsmenn Eyrarvalla munu síðan fagna þessum degi með að þétta hópinn og fara út að borða saman.

Börn á leikskólanum Dalborg á Eskifirði fóru um bæinn núna í febrúar og hengdu upp listaverk. Má sjá þau á Bókasafninu á Eskifirði, skrifstofum Eskju, í Hulduhlíð og í sundlauginni. Á Reyðarfirði má sjá listaverk eftir börn á Leikskólanum Lyngholti víða m.a. á tannlæknastofunni, Sesam brauðhús, Íslandsbanka, Landsbankanum og á skrifstofum Fjarðabyggðar í Molanum. Þá hengdu börnin í leikskólanum á Breiðdalsvík upp sín listaverk í Kaupfjelaginu.

Í leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði verður haldið upp á Dag leikskólans á morgun, föstudaginn 7. febrúar með því að  bjóð gestum og gangandi á þorrablót kl. 09:00. Þá verður skemmtun í sal Kærabæjar þar sem nemendur stíga á stokk og boðnar verða þorraveitingar.

Fleiri myndir:
Dagur leikskólans 6. febrúar 2020
Listaverk eftir börn á leikskólum Fjarðabyggðar má sjá víða um bæjarkjarna Fjarðabyggðar