mobile navigation trigger mobile search trigger
29.10.2019

Dansnámskeið í Íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar

Dansskóli Austurlands undir stjórn Alona Perepelytsia heldur námskeið í Íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar frá 5. nóvember til 5. desember.

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum samtals í 10 skipti.

15:00 – 16:00, 6-9 ára

16:00 – 17:00, 10-15 ára

ATHUGIÐ TAKMARKAÐUR FJÖLDI Í BOÐI (12 á hvort námskeið)

Verð er 9.000 kr. (25% systkynaafsláttur)

Á námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðutækni í nútímadansi og jazz. Nemendur munu læra helstu grunnatriði s.s. stellingar, skref og hopp. Einnig verður farið í gólfæfingar, teygjur og farið í leiki. Nemendur munu læra að spinna og blanda tilfinningum í dansinn og í lokin munu nemendur læra nýjan dans sem sýndur verður í lok námskeiðsins.  

Kennari verður Alona Perepelytsia dansari og danshöfundur. Alona er frá Úkraníu en hefur búið á Íslandi síðan 2014. Árið 2016 stofnaði hún Dansskóla Austurlands sem býður upp á danskennslu fyrir börn og fullorðna á Austurlandi. Alona kenndi meðal annars á sumarnámskeiðunum sumarið 2019 í samstarfi við Dansskóla Emelíu.

Skráning fer fram í gegnum fjardabyggd.felog.is 

Nokkur atriði fyrir skráninguna:

  • Forráðamaður loggar sig inn í gegnum Íslykil eða rafræn skilríki.
  • Sé verið að fara inn í fyrsta skipti þarf að setja inn helstu upplýsingar s.s. símanúmer og netfang.
  • Sama þarf að gera fyrir börn þegar farið er inn í fyrsta skipti en þá er valið „Nýr iðkandi“
  • Þegar það er komið sjást „Mínir iðkendur“ en þar birtast upplýsingar um þig og þá úr fjölskyldunni sem búið er að virkja. Lengst til hægri í hverri línu er hægt að smella á „Skráning í boði.“  En aðeins birtast þau námskeið sem eru í boði fyrir viðkomandi aldur og kyn.
  • Ef vandamál verða við skráningar hafið samband við bjarki.a@fjardabyggd.is
Dansnámskeið í Íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar