mobile navigation trigger mobile search trigger
01.11.2018

Ertu með góða hugmynd? - Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Austurlands. Umsóknarfrestur er til 12 á hádegi þann 30. nóvember 2018.

Ertu með góða hugmynd? - Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Austurlands

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að sóknaráætlun Austurlands. Styrkir eru veittir annars vegar til menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefna og hins vegar stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála.

Áhersla Uppbyggingarsjóðs Austurlands fyrir árið 2019 er matur og matarmenning. Sérstaklega verður tekið tillit til umsókna þar sem matarauður, saga matvælaframleiðslu og hefðir ásamt nýtingu staðbundins hráefnis yrði notað til verðmætasköpunar í matarferðaþjónustu, vöruþróun og ímyndaruppbyggingu Austurlands. Leiðarljósið við mat á umsóknum verður m.a. sjálfbær framreiðsla og minnkun matarsóunar í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Frekari upplýsingar um umsóknarferlið, úthlutunarreglur 2019, Sóknaráætlun Austurlands og fleira er að finna á heimasíðu Austurbrúar – www.austurbru.is - en auk þess er hægt að hafa samband við starfsstöðvar Austurbrúar í síma 470 3800.

Þeir aðilar í Fjarðabyggð sem hafa hugsað sér að sækja um styrki til sjóðsins, eða ganga með góða hugmynd í maganum sem þeir telja að eigi heima umsóknarpottinum eru hvattir til að hafa samband við Körnu Sigurðardóttur, forstöðumann Menningarstofu Fjarðabyggðar karna@fjardabyggd.is eða Valgeir Ægi Ingólfsson, atvinnu- og þróunarstjóra, valgeir.ingolfsson@fjardabyggd.is en þau geta veitt ráðgjöf við umsóknir til 22. nóvember nk.