mobile navigation trigger mobile search trigger
12.08.2020

Fjarðabyggð tekur við rekstri Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði

Samningur sveitarfélagsins við Austurríki ehf. um rekstur Skíðamiðstöðvarinnar, rennur út um næstu mánaðarmót. Fjarðabyggð mun þá taka formlega við rekstri skíðasvæðisins en auglýst var eftir tveimur nýjum störfum í vor.

Fjarðabyggð tekur við rekstri Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði

Ásdís Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður og Hilmar Örn Sanmann umsjónarmaður véla og tækja.

Alls sóttu þrettán um starf forstöðumanns og fjórir um starf umsjónarmanns véla og tækja.

Ásdís hefur lokið meistaragráðu í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst, B.E.d gráðu í kennslufræðum frá Kennaraskóla Íslands og 60 eininga viðbótarnámi í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands. Síðastliðin þrjú ár hefur Ásdís gegnt starfi framkvæmdastjóra UMSE en áður starfaði hún m.a. sem rekstrarstjóri Hlíðarfjalls og verkefnastjóri á umhverfissviði Akureyrarbæjar.

Hilmar hefur lokið sveinsprófi í vélvirkjun og öðru stigi vélstjórnar, auk þess sem hann hefur verið í námi við bifvélavirkjun og er með meirapróf og réttindi til að stjórna flestum vinnuvélum. Hilmar hefur starfað við bifvélaviðgerðir síðastliðin ár og hefur mikla reynslu af vinnu á skíðasvæðum. Hann hefur auk þess haft yfirumsjón með snjótroðslu á Skíðasvæðinu á Ísafirði.

Sveitarfélagið er ákaflega stolt af því að fá þau til starfa og býður þau velkomin.

Fleiri myndir:
Fjarðabyggð tekur við rekstri Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði
Fjarðabyggð tekur við rekstri Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði