mobile navigation trigger mobile search trigger
08.03.2018

Fjarðabyggðahafnir auglýsa til sölu flotbryggjur.

Um er að ræða fjórar notaðar bryggjur sem seldar eru til brottflutnings.  Bryggjurnar eru seldar í því ástandi sem þær eru í og kaupendur bera ábyrgð á að meta ástand þeirra. Þeir sem hafa áhuga á að skoða bryggjurnar er bent á að hafa samband við starfsmenn Norðfjarðarhafnar í síma 477-1333. 

Tilboðsgjafar geta gert tilboð í eina bryggju eða fleiri.  Áskilinn er réttur til að taka einu eða fleiri tilboðum eða hafna öllum.  Tilboðum skal skilað í tölvupósti á netfangið: hakon.asgrimsson@fjardabyggd.is.

Tilboðsfrestur er til og með 18. mars 2018.