mobile navigation trigger mobile search trigger
19.09.2018

Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar óskar eftir að ráða tilsjónarmann

Tilsjónarmaður er einstaklingur sem fenginn er á vegum barnaverndarnefndar til að aðstoða foreldra við að sinna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag og þörfum barns.

Vinnutími getur verið á bilinu 15-21 á virkum dögum og um helgar. Útfærslan er samkomulagsatriði

Tilsjónarmaður þarf að hafa reynslu og/eða þekkingu af starfi með börnum og fjölskyldu, vera góður hlustandi og hafa færni til að leiðbeina og miðla þekkingu.

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi sveitarfélagsins og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar gefur Rakel Kemp ráðgjafi á fjölskylduviði, rakel.k.gudnadottir@fjardabyggd.is eða í síma 470-9000.