mobile navigation trigger mobile search trigger
26.03.2019

Fræðslu- og hugmyndafundur í tengslum við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar

Miðvikudaginn 27. mars verður þjálfurum, stjórnarmönnum og iðkendum sem tengjast íþrótta- og æskulýðsfélögum í Fjarðabyggð boðið á #MeToo fræðslu sem og hugmyndafund í tengslum við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar. Fundurinn verður haldinn í Austurbrú á Reyðarfirði (Litla Molanum) frá kl. 16:30 til u.þ.b. 19:00.

Fræðslu- og hugmyndafundur í tengslum við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar

Dagskrá fundarins:

16:30 – 17:45 #MeToo fræðsla

17:45 – 18:00 kaffihlé

18:00 – 19:00 Hugmyndafundur íþróttafélaga v/ Fræðslu- og frístundastefnunnar

Í kjölfar #MeToo byltingarinnar skipaði Mennta- og menningarmálaráðherra starfshóp um viðbrögð og aðgerðir. Niðurstaðan var skýrsla um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem fylgir hér með sem viðhengi. En meðal þess sem kemur fram er að sveitarfélögin skulu stuðla að fræðslu þjálfara, starfsfólks og annarra sem koma að daglegu starfi félaganna um ofbeldi, kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi og hvernig bregðast eigi við því.

Fræðslan verður í höndum Erlu Bjarnýjar Jónsdóttur.

Hugmyndafundir í tengslum við endurskoðun fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar hafa staðið yfir undanfarnar vikur í sveitarfélaginu. Hugmyndafundirnir eru mikilvægir sveitarfélaginu til að koma með hugmyndir um draumasamfélagið sem og tækifæri fyrir íbúa til að láta skoðun sína í ljós. Hugmyndafundirnir munu meðal annars fara fram hjá fulltrúum leikskólabarna, fulltrúum grunnskólabarna, starfsmönnum fræðslu- og frístundastofnana, fulltrúum foreldra, ungmennaráðs sem og fulltrúum íþróttafélaga.

Bjarki Ármann Oddsson íþrótta- og tómstundafulltrúi mun stjórna vinnu hópins.

Engin skráning, bara mæta. Hlökkum til að sjá ykkur.