mobile navigation trigger mobile search trigger
09.05.2018

Framkvæmdir hafnar við Söxu

Á dögnum hófust framkvæmdir á lokaáfanga við gerð áfangastaðar og stíga við Söxu í Stöðvarfirði. Verkefnið hlaut styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.

Framkvæmdir hafnar við Söxu
Framkvæmdir eru í fullum gangi við Söxu í Stöðvarfirði

Alls hlaut verkefnið við Söxu 7.268.800 krónur úr framkvæmdastjóðnum. Í þessum áfanga felst vinna við hellulagningu og frágang bílastæðis, uppbyggingu stígakerfis og áningarstaðar á gönguleið frá bílastæði að sjávarhvernum. Áætlað að verkefninu ljúki í sumar.

Saxa hefur í gegnum árin verið gríðarlega vinsæll ferðamannastaður en því miður hefur aðgengi að honum ekki verið með besta móti. Með því að ljúka þessu verkefni nú er fólki gert kleift að leggja bílum á öruggan hátt, ganga stutta leið eftir fallegri strönd og njóta svo útsýnisins yfir Söxu frá öruggum stað.