mobile navigation trigger mobile search trigger
13.04.2018

Góður árangur í að minnka úrgang sem fer til urðunar

Heimilin í Fjarðabyggð hafa sannarlega tekið vel í aukna flokkun í Fjarðabyggð. Í febrúar fór aðeins um 63% úrgangs til urðunar.

Góður árangur í að minnka úrgang sem fer til urðunar

2016 og 2017 fór 84% alls úrgangs sem til féll í Fjarðabyggð til urðunar en eins og sést á meðfylgjandi skífuriti fór aðeins 63% úrgangs til urðunar í núna í febrúar.

Það sem vekur athygli er að aukningin er ekki einungis tilkomin vegna brúnu tunnunnar heldur eru íbúar einnig  farnir að flokka meira í endurvinnslutunnuna. 

Íbúar og fyrirtæki í Fjarðabyggð hefa tekið vel í aukna flokkun úrgangs og m.a. hefur verkefnastjóri umhverfismála hjá Fjarðabyggð haldið þrjár kynningar fyrir starfsmenn Fjarðaþrifa á Eskifirði. Hjá Fjarðaþrifum er lögð mikil áhersla á að starfsmenn séu vel að sér í flokkun og endurvinnslu.

Fleiri myndir:
Góður árangur í að minnka úrgang sem fer til urðunar
Hlutfall endurvinnslu og úrgangs í febrúar.
Góður árangur í að minnka úrgang sem fer til urðunar
Áhugi starfsmanna Fjarðaþrifa leyndi sér ekki. Mikið var spurt og spjallað um endurvinnslu og flokkun úrgangs.