mobile navigation trigger mobile search trigger
07.05.2016

Göngum saman í Fjarðabyggð

Mæðradagsganga Göngum saman hópsins verður á tveimur stöðum í Fjarðabyggð eða í Neskaupstað og á Reyðarfirði. Sala á styrktarvarningi Göngum saman stendur nú sem hæst. Þessi mynd náðist af fulltrúum hópsins á Reyðarfirði sem stóðu vaktina í Krónunni.

Göngum saman í Fjarðabyggð

Gangan hefst kl. 11:00 og verður lagt af stað frá Íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfiði og Sundlaug Norðfjarðar í Neskaupstað. Gengið verður í takt við veður og vinda og getu hvers og eins. 

Að göngu lokinni er ókeypis í sund fyrir göngugarpa í boði sundlauga Fjarðabyggðar.

Styrktarvarningur verður einnig til sölu í tengslum við göngurnar á morgun, auk þess sem tekið er við frjálsum framlögum. Að vanda eru glæsilegir bolir, buff og tauinnkaupapokar til sölu, ásamt vettlingum sem Farmers Market hefur hannað sérstaklega til stuðnings Göngum saman.

Allur söluágoði af styrktarvarningi rennur til grunnsókna vegna brjóstakrabbameins. 

Nánar um mæðradagsgönguna og Göngum saman

Göngum saman í Neskaupstað á FB

Göngum saman á Reyðarfirði á FB