mobile navigation trigger mobile search trigger
07.08.2020

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar auglýsir laust til umsóknar starf skólaliða

Um er að ræða 50% starf sem felst í gæslu nemenda ásamt tilfallandi þrifum í hádegi og síðan starfi með nemendum í Skólaseli.  
Vinnutími er frá kl. 12:00 – 16:00.

Reynsla og æskileg hæfni:

  • ánægja af starfi með börnum.
  • frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • sveigjanleiki og jákvætt viðhorf.
  • snyrtimennska, dugnaður og ábyrgðarkennd.
  • kostur er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttafélags.

Starfslýsing

Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Eygló Aðalsteinsdóttir skólastjóri í síma 475-9020. Hægt er að senda tölvupóst á: eya@skolar.fjardabyggd.is

Sótt er um starfið á ráðningarvef sveitarfélagsins.