mobile navigation trigger mobile search trigger
08.11.2018

Heilsudagar á Leikskólanum Dalborg

Leikskólinn Dalborg var með heilsudaga í leikskólanum dagana 30. og 31. október. Dagarnir voru ákaflega vel heppnaðir og ríkti mikil ánægja hjá börnum og starfsfólki með þá.

Heilsudagar á Leikskólanum Dalborg
Sara Atladóttir stýrði íþróttastund á Dalborg á Heilsudögum

Fjarðabyggð er þátttakandi í Heilsueflandi samfélagi og vildi leikskólinn taka þátt í því með því að bjóða upp á sérstaka heilsudaga. Allar deildir leikskólans fóru í íþróttastund hjá Söru Atladóttur sem er algjört íþróttaséni.

Börnin mættu einnig með uppáhalds ávöxtinn eða grænmetið í leikskólann og var sameiginleg ávaxta/grænmetisstund inn á deildum. Að lokum var boðið upp á framandi ávexti sem börnin voru dugleg að smakka eins og avacadó, drekaávöxt, ananas og allskonar tegundir af melónum.

Heilsudagarnir voru ákaflega vel heppnaðir og öruggt að þetta er eitthvað sem verður reynt aftur við fyrsta tækifæri.

Fleiri myndir:
Heilsudagar á Leikskólanum Dalborg
Ávaxtastund