mobile navigation trigger mobile search trigger
30.10.2020

Hertar sóttvarnarráðstafanir - breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á miðnætti föstudaginn 30. október. Allar takmarkanir ná til landsins alls. Vegna þessa þarf Fjarðabyggð að gera breytingar þjónustu stofnanna á má kynna sér það hér að neðan.

Hertar sóttvarnarráðstafanir - breytingar á þjónustu Fjarðabyggðar

Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í Hörpu í dag kl. 13:00 og helstu breytingar eru þessar:

  • 10 manna fjöldatakmörk - meginregla.
    • 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- og matvöruverslunum, en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðis.
    • Fjöldatakmarkanir gilda ekki um almenningssamgöngur, hópbifreiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila.
  • Krám og skemmtistöðum verður lokað.
  • Sundlaugum verður lokað.
  • Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00.
  • Grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja 2 metra nálægðarmörk, milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Heilbrigðisráðuneytisins með því að smella hér.

Þessar ráðstafanir munu óhjákvæmilega hafa áhrif á þjónustu Fjarðabyggðar.

Allar upplýsingar og tilkynningar verða settar inn á www.fjardabyggd.is og fésbókarsíðu sveitarfélagsins, um leið og þær liggja fyrir. Á heimasíðu Fjarðabyggðar hefur verið sett upp sérstök upplýsingasíða þar sem hægt verður að fylgjast með öllum tilkynningum sem Fjarðabyggð sendir frá sér á meðan þetta ástand varir. Einnig er bent á heimasíðu Landlæknisembættisins og www.covid.is þar sem allar upplýsingar er að finna.

Gott hefur verið að finna þá miklu samstöðu sem einkennt hefur viðbrögð okkar allra í þessum faraldri. Framundan eru eflaust fleiri áskoranir sem koma til með að reyna á allt samfélagið. Þá er gott til þess að vita að Fjarðabyggð hefur á að skipa úrvalsfólki í öllum stofnunum. Við munum öll leggja okkar af mörkum til að þessar breytingar gangi eins vel og mögulegt er í okkar góða samfélagi.

Þetta er verkefni sem við tökumst á við saman og munum að það vorar að nýju og þetta ástand gengur yfir!