mobile navigation trigger mobile search trigger
24.05.2019

Hreyfivika UMFÍ í Fjarðabyggð 26. maí - 2. júní

UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í Evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjugugur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.

Fjarðabyggð hefur undanfarin ár tekið þátt bæði með því að skipuleggja viðburði og hvatt einstaklinga og íþróttafélög í sveitarfélaginu til að taka þátt. Dagskráin í ár er glæsileg en athugið að það er aldrei of seint að bæta inn verkefnum og svo auðvitað hvetjum við alla til að taka þátt! 

Nánari dagskrá:

Sunnudagurinn 26. maí

16:00 Skokk með Jóa Tryggva í Neskaupstað: Skemmtiskokk fyrir byrjendur og lengra komna. Farið verður af stað frá sundlauginni. Tilvalið að kíkja saman í pottinn á eftir. 

17:00 Strandblak fyrir 16 ára og eldri

Mánudagurinn 27. maí.

Í tilefni af byrjun Hreyfiviku UMFÍ býður Fjarðabyggð öllum sem vilja frítt í sund og líkamsrækt í Íþróttamiðstöðvum Fjarðabyggðar mánudaginn 27. maí:

Opið er í Íþróttamiðstöð Neskaupstaðar/Stefánslaug frá kl. 06:00 - 20:00
Opið er í Íþróttamiðstöð Eskifjarðar frá kl. 06:00 - 20:00.
Opið er í Íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar frá kl. 06:00 - 20:00
Opið er í Sundlaug Fáskrúðsfjarðar frá kl. 16:00 - 19:00
Opið er í Sundlaug Stöðvarfjarðar frá kl. 13:00 - 19:00
Opið er í Líkamsræktarstöðinni í Breiðdal frá kl. 16:00 - 19:00

Á Eskifirði Syndum skriðsund saman! Skriðsund fyrir fullorðna með Ingunni. Það er frítt í sund og Ingunn Eir Andrésdóttir, sundþjálfari, býður upp á ráðgjöf fyrir þá sem þurfa, farið yfir skriðsundsnúninga og öndun.

Á Fáskrúðsfirði

Kl. 06:00 Spinning með Öddu í Glaðheimum, gengið inn að neðanverðu. (12 hjól)
Kl. 08:00 Sibbusund í sundlaug (Hámark 20) skráning í sundlaug í s. 475-9070
Kl. 14-15 Eldri borgarar velkomnir í tækjasal og fá leiðsögn sjúkraþjálfara á tæki og með æfingar.
Kl. 17:30 Yoga hjá Margréti í gamla sal, gengið inn að neðanverðu. Gott að koma með dýnu.
Kl. 19:00 Vatnsleikfimi hjá Fjólu (Hámark 20) Skráning í síma 773-8816
Kl. 20:00 Frisbígolf, farið yfir leikreglur. Mæting við teigstaur 1 við íþróttahús.

Í Neskaupstað

Kl. 16:00 Strandblak fyrir 7. – 10 bekk Æfing og skemmtimót - Strandblaksvöllur.
Kl. 16:30-17:00 Aqua Zumba Aqua Zumba með Gunnu Smára í Stefánslaug.
Kl. 20:00 Kvenna-fótbolti Allar konur velkomnar óháð getu. Gervigrasvöllurinn.

Þriðjudagur 28. Maí

Á Fáskrúðsfirði
Kl. 06:00 Spinning með Öddu (12 hjól)
Kl. 17:30 Spinning með Hrefnu (12 hjól)
Kl. 17:30 Ringó á strandblakvelli með Elsu
Kl. 18:00 Fjöruhreinsun með Göngufélagi Suðurfjarða, mæting við áhaldahús.
Kl: 19:00 Ganga inn á Kirkjuból og léttar æfingar á leiðinni með Fjólu. Mæting við tjaldstæði.

Í Neskaupstað

Kl.12:00 Ganga með Rögnu Dögg Mæting við tjaldstæðið. Hægt verður að velja um tvö erfiðleikastig. Í upphafi göngu verður létt spjall um ávinning þess að hreyfa sig og stunda útivist. Eldri borgarar eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Kl.17:30 Boccianámskeið Námskeið á vegum ÚÍA í boccia og ringo. Nánar auglýst síðar.

Miðvikudagur 29. Maí

Á Fáskrúðsfirði

Kl. 17:00 Stöðvþjálfun í gamla íþróttasal.
Kl. 19:00 Ganga upp að fossi í Gilsá og niður að sjó með Fjólu. Mæting við Gilsá.

Í Neskaupstað

Kl.16:15 Líkamsræktartími fyrir byrjendur sem og lengra komna Léttar styrktar og þolæfingar sem allir ráða við. Mæting í gamla Nesprent, Nesgata 7A.
17:10 Jóga fyrir byrjendur sem og lengra komna Farið verður í grunnstöðurnar, öndun og slökun. Mæting í gamla Nesprent, Nesgata 7A. 18:00-19:00 Leikir fyrir börn og fullorðna með Rögnu Dögg Hittumst á Marbakkanum og förum í gömlu góðu leikina saman.

Fimmtudagur 30. Maí - Uppstigningardagur

Heilsudagur í Nesskóla Neskaupstað Heilsu og lífsstílsdagur verður haldinn í Neskaupstað á uppstigningardag. Almenningi býðst að koma í heilsufarsmælingu um morguninn. Formleg dagskrá hefst klukkan 12:00. Tvær magnaðar konur munu vera með erindi og auk þess verður kynning á Heilsueflandi Fjarðabyggð og verkefninu Líf og heilsa. Dagurinn er hugsaður sem hvatning til okkar allra að huga vel að heilsunni og lífsstílnum. Andrúmsloftið verður allt jákvætt og hvetjandi :-) Viðburðurinn er ókeypis

Dagskrá:
9:30 - 11:30: Fólki er boðið að kíkja við og fá heilsufarsmælingu s.s. blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitu (heildarkólestaról)
12:00 – Dagskrá hefst – kynning á verkefninu Líf og heilsa. Hrönn Grímsdóttir
12:15 – Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi segir frá verkefninu Heilsueflandi Fjarðabyggð og Hreyfiviku UMFÍ
12:30 – Sigrún Þuríður Geirsdóttir. Þegiðu og syntu - Leiðin að Ermarsundinu. Sigrún var fyrst kvenna til að synd Ermarsundið og segir hér frá reynslu sinni og hvernig við getum unnið að markmiðum okkar.
13:30 – Kaffi 13:50 – Jóga og hugleiðsla. Hrönn Grímsdóttir jógakennari.
14:00 – Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur. Mannrækt - heildræn nálgun í næringu og heilsu. Elísabet fjallar um hvernig við getum bætt lífsstíl okkar á einfaldan hátt án þess að auka streituna í daglegu lífi.
15:10 - Dagskrá lýkur

15:30 Sjósund fyrir þau sem hafa áhuga á að prófa að dýfa tánum í sjóinn. Reyndir sem óreyndir hvattir til að koma. Sigrún verður á staðnum og leiðbeinir.

Á Fáskrúðsfirði

Kl.13:00 Frjálsíþróttamót á Búðagrund. Keppt í hinum ýmsu greinum.
Kl.16:30 Spinning með Hrefnu (12 hjól)

Föstudagurinn 31. maí

Eskifjörður

Það verður Metabolic æfing á æfingarsvæðinu fyrir utan sundlaugina á Eskifirði. Mæli eindregið með að fólk hópi sig saman og taki aðeins á því fyrir helgina. Álagið í metabolic er hannað til að aðlagast öllum einstaklingum, þannig ekki vera hrædd við að mæta þó þið séuð ekki í mikilli þjálfun. Þessi æfing er aðallega sett upp til að hafa gaman og koma líkamanum aðeins af stað. Það verður skipulögð upphitun, æfing og teygjur ásamt smá finisher eftir æfingu. Endilega látið vita ef þið komið og látið orðið berast. (ef það er annar tími á föstudeginum sem hentar betur en hádegið er ég opinn fyrir tímabreytingu). Frítt inn í boði Heilsueflandi Samfélags í Fjarðabyggð.

Reyðarfjörður
Heilsuganga í hádeginu á föstudaginn 31. maí á Reyðarfirði, kl. 12:30 gengið er frá Molanum Þóroddur Helgason fræðslustjóri Fjarðabyggðar mun bjóða öllum þeim sem vilja í klukkustundar langa göngu í hádeginu í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ. Stefnan er sett á að ganga upp að Búðaránni auk þess að fræðast um Reyðarfjörð og nágrenni. Allir eru velkomnir gengið verður frá Molanum. 

Á Fáskrúðsfirði

Kl. 06:00 Spinning með Öddu
Kl. 09:00 Eldri borgarar geta fengið kennslu og leiðsögn sjúkraþjálfara í tækjasal líkamsræktarinnar á Fáskrúðsfirði. 

Viðburðir alla vikuna:

Sundkeppni sveitarfélaga - Stefánslaug Norðfirði: Alla vikuna verður hægt að skrá þá kílómetra sem þú syndir í Stefánslaug sem verða svo teknir saman í lok hvers dags fyrir sig. Staðan er svo uppfærð eftir hvern dag. Nú er spurning hvort Neskaupstaður geti skákað öðrum byggðalögum á landinu sem mesti sundstaður landsins?

Sundkeppni sveitarfélaga - Sundlaug Eskifjarðar: Alla vikuna verður hægt að skrá þá kílómetra sem þú syndir í Sundlaug Eskifjarðar sem verða svo teknir saman í lok hvers dags fyrir sig. Staðan er svo uppfærð eftir hvern dag. Nú er spurning hvort Eskifjörður geti skákað öðrum byggðalögum á landinu sem mesti sundstaður landsins?

Þol og styrkir – hópatímar í spinningsal Líkamsræktar Reyðarfjarðar: Boðið verður upp á fría "Þol og Styrk" tíma í spinningsalnum í Íþróttamiðstöð Reyðarfjarðar. Öllum er frjálst að koma á meðan húsið leyfir. Endilega kíkið við og takið þátt í skemmtilegum hópatímum. Samtals verða átta tímar í boði kl. 17:30.20. - 23. Maí og 27. - 30. maí. Kennari verður Anna Berg.


• Café Sumarlína verður með heilsumatseðill þessa viku sem gildir frá kl. 11:00. Sjá nánar á heimasíðu þegar nær dregur.
• Labr'i verður með vegan- og heilsurétti á matseðli þessa viku frá kl 12:30. Sjá nánar á heimasíðu þegar nær dregur.

Frekari upplýsingar vegna dagskrárinnar á Fáskrúðsfirði veitir Hrefna Eyþórsdóttir í s. 868-6754 eða gegnum facebook Hvetjum fólk til að taka þátt í spennandi dagskrá sjómannadagshelgarinnar.

Laugardaginn 1. Júní Fjarðabyggð spilar gegn Vestra á Eskifjarðarvelli kl. 14:00 í 2. deild karla. Hvetjum alla til að mæta og styðja sitt lið! Sunnudagurinn 2. Júní Leiknir spilar gegn Þrótti Vogum í Fjarðabyggðarhöllinni kl. 14:00 2. deild karla. Hvetjum alla til að mæta og styðja sitt lið!