mobile navigation trigger mobile search trigger
30.11.2018

Jólaljósin ljóma í Fjarðabyggð

Á næstu dögum verður kveikt á jólaljósunum á jólatrjám Fjarðabyggðar í öllum byggðakjörnum. Að venju verður notaleg stemmning og hvetjum við fólk til að mæta á svæðið og njóta stundarinnar.

Jólaljósin ljóma í Fjarðabyggð

Kveikt verður á ljósunum sem hér segir:

Neskaupstaður - Sunnudaginn 2. desember kl. 16:00. Tréð er staðsett í miðbænum, við hliðina á Hótel Hildibrand

Eskifjörður - Sunnudaginn 2. desember kl. 12:00. Tréð er staðsett á Eskjutúninu. Athugið: Klukkan 12 safnast fólk saman í Valhöll og þar verður skemmtun þar til allir labba saman að jólatrénu.

Reyðarfjörður - Sunnudaginn 2. desember kl. 17:00 - Tréð er staðsett á túninu við N1

Fáskrúðsfjörður - Sunnudaginn 2. desember kl. 17:00 - Tréð er staðsett rétt við bátinn Rex

Stöðvarfjörður - Laugardaginn 1. desember kl. 17:00 - Tréð er staðsett á túninu við Balaborg

Breiðdalsvík - Fimmtudaginn 6. desember kl. 17:00 - Tréð er staðsett við grunnskólann