mobile navigation trigger mobile search trigger
09.11.2018

Kvenkyns starfsmaður við Íþróttamiðstöð Norðfjarðar

Laust er til umsóknar 100% staða kvenkyns starfsmanns við Íþróttamiðstöð Norðfjarðar. Ráðið er inn til eins árs með möguleika á framtíðarráðningu.

Í starfinu felst m.a.:
Eftirlit og gæsla með sund- og baðgestum
• Eftirlit og gæsla með gestum íþróttahús og líkamsræktarstöðvar
• Aðstoð við skólabörn, fyrir og eftir sund- og leikfimikennslu
• Afgreiðsla og önnur þjónusta við börn og aðra gesti
• Þrif
Hæfniskröfur:
• Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Frumkvæði og skipulagshæfni
• Hæfni í mannlegum samskiptum

Laun eru samkvæmt samningum launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Starfslýsing sundlaugarvarðar við Íþróttamiðstöð Norðfjarðar.pdf

Frekari upplýsingar um starfið gefur Sigurjón Egilsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Norðfjarðar í síma 863 7080 og í gegnum netfangið sigurjon.egilsson@fjardabyggd.is

Umsóknarfrestur er til og með 28. nóvember 2018

Sótt er um starfið á ráðningavef Fjarðabyggðar - starf.fjardabyggd.is með því að smella hér.