mobile navigation trigger mobile search trigger
28.03.2018

Lausar kennarastöður við Grunnskóla Reyðarfjarðar veturinn 2018-2019

Eftirfarandi kennarastöður eru lausar við Grunnskóla Reyðarfjarðar skólaárið 2018/2019.

  • Sérkennsla

  • Raungreinakennsla

  • UT kennsla

  • Nýbúakennsla

  • Almenn bekkjarkennsla - umsjónarkennari


Menntunar- og hæfniskröfur:

Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði.

Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.

Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.

Jákvæðni og samskiptahæfni.

Góðir skipulagshæfileikar.

Ábyrgð og stundvísi.


Í skólanum eru um 200 börn í 1. – 10. bekk. Kennt er í anda Byrjendalæsis og Orði of orði og áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti.  Leitað er að kennurum sem eru reiðubúnir til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áhersla er lögð á samstarf og samvinnu.

Skólastarf Grunnskóla Reyðarfjarðar miðast að því að efla hvern einstakling í námi og starfi með fjölbreyttum kennsluaðferðum með áherslu á list- og verkgreinar.

Reyðarfjörður er í hjarta Fjarðabyggðar þar sem góðar samgöngur liggja til allra átta. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 18. apríl nk.

Umsækjendur af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um störfin.

Nánari upplýsingar veita Ásta Ásgeirsdóttir skólastjóri, asta@skolar.fjardabyggd.is og Guðlaug Árnadóttir aðstoðarskólastjóri, gudlaug@skolar.fjardabyggd.is í síma 474-1247. 

Erindisbréf kennara.

Sótt er rafrænt um störfin á ráðningarvef Fjarðabyggðar - starf.fjardabyggd.is