mobile navigation trigger mobile search trigger
15.07.2019

Lausar stöður við Nesskóla - grunnskólakennari og starfsmaður í lengdri viðveru

Staða kennara við Nesskóla er laus til umsóknar.

Um er að ræða fullt starf við umsjónarkennslu í 5. bekk.

Menntunar- og hæfniskröfur:
* Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla skilyrði.
* Góð tök á íslensku máli, töluðu og skrifuðu.
* Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
* Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
* Góðir skipulagshæfileikar.
* Ábyrgð og stundvísi.

Í skólanum eru um 230 börn í 1. – 10. bekk. Leitað er að kennara sem eru reiðubúinn til að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks þar sem áhersla er lögð á samstarf og samvinnu.

Neskaupstaður er stærsti byggðakjarni Fjarðabyggðar með hátt þjónustustig. Þar er bæði góður leikskóli og framhaldsskóli, Fjórðungssjúkrahús Austurlands, öflugt íþróttastarf o. m. fl. Stutt er í ósnortna náttúru og fjölbreytta afþreyingarmöguleika.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Starfslýsing grunnskólakennara.

Sótt er um starfið á ráðningarvef.

Einnig vantar starfsmann í 40% starf á Vinasel, lengda viðveru grunnskólans.

Vinnutími er frá 13:00 – 16:00.  Á Vinaseli eru um 60 börn og þar starfa sex starfsmenn. 

Starfslýsing - lengd viðvera

Sótt er um starfið á ráðningarvef.

Umsóknarfrestur um störfin er til og með 1. ágúst 2019. Umsækjendur af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri, eysteinn@skolar.fjardabyggd.is og í síma 846 1374.